Fréttablaðið - 21.02.2011, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 21.02.2011, Blaðsíða 14
 21. febrúar 2011 MÁNUDAGUR Hópur fjórtán vistfræðinga mundar stílvopnið í grein í Fréttablaðinu þann 20. janúar síðastliðinn, undir yfirskriftinni „Ágengar framandi lífverur eru umhverfisvandamál“. Með tilvís- un í alþjóðasamninga, einkum samning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni, telja vist- fræðingarnir sig hafa í höndunum þá heilögu ritningu sem þeim sé best treystandi til að skrifa ritn- ingarskýringar við. Samningur sá feli í sér afsal á fullveldi þjóð- ríkisins og skuldbindi íslensku þjóðina í reynd til að vernda það sem við öllum okkar blasir: (1) líffræðilega fábreytni, (2) nær algjört skógleysi, (3) gríðarlegt jarðvegsrof, (4) víðáttumiklar manngerðar auðnir, (5) einsleit og rýr beitilönd. Tæplega er það þetta sem upphafsmenn umrædds alþjóðasamnings höfðu í hyggju að helst bæri að vernda á hnatt- ræna vísu, eða hvað? Inngangs- kafli og megingreinar samnings- ins segja allt annað. Eða eru vegir Guðs svona órannsakanlegir og ófyrirsjáanlegir? Eða þurfum við betri ritningarskýringar? Vistfræðingarnir 14 beina spjótum sínum sérstaklega að „talsmönnum garðyrkju og skóg- ræktar“ og ýja að því að þessum fulltrúum ræktunarfólks sé mjög áfram um að hingað berist og taki sér bólfestu hvers kyns ófögnuð- ur á borð við spánarsnigil, mink og skógarkerfil. Því er fljótsvar- að: Hér er á ferðinni alvarlegur misskilningur eða það sem verra er – vísvitandi útúrsnúningur. Þótt ræktunarfólk álíti að íslensk, manngerð þurrlendisvistkerfi megi alveg við aukinni tegunda- fjölbreytni og framleiðni, er sama fólk vandfýsið á nýbúa í lífríkinu. Ræktunarfólk vill fremur að tak- mörkuðum kröftum og fjármunum sé varið í aðgerðir gegn þeim líf- verum sem líklegar eru til að valda tilfinnanlegu og mælanlegu tjóni, hugsanlega á tegundafjölbreytni landsins (sem er fremur ólíklegt), en þó aðallega þeim skaða sem þær geta valdið á ræktunarstarf lands- manna og á heilsu fólks. Það er út í hött að drótta því að skógræktar- og garðyrkju- fólki að það vilji engar hömlur hafa á innflutningi lífvera með því að leggjast gegn umræddu frumvarpi. Fáum er meir í mun að hingað berist ekki til lands óværa, sjúkdómar eða leiðinda- plöntur en ræktunarfólki. Það er best gert með raunhæfum sértækum vörnum gegn þekkt- um sjúkdómum og plágum, en fordómar og bannhyggja gegn framandleika almennt með skír- skotun til landfræðilegs uppruna tegunda skilar engum árangri og er fáránleg. Athyglisvert er að á lista yfir hættulegar ágengar tegundir hér á landi sem sendur hefur verið skrifstofu sáttmál- ans um líffjölbreytni án samráðs við nokkra ábyrga aðila eru allar helstu innfluttar tegundir sem nú eru notaðar í skógrækt og þar að auki lágvaxin, saklaus en nytsöm belgjurt – maríuskór – sem ekki er nú þekkt fyrir frekju né líkleg til stórræða í tegundaútrýmingu. Sá listi er ekki í neinum tengslum við raunverulega ágengni tegunda en uppljóstrar e.t.v. um markmið þeirra sem vilja almennt bann á allar innfluttar tegundir. Sannleikurinn er nefnilega sá að frumvarpið til breytinga á nokkrum völdum köflum nátt- úruverndarlaga, sem sumir fjór- tánmenninganna áttu þátt í að semja, breyta alls engu um hætt- una á innflutningi skaðlegra líf- vera. Spánarsnigillinn barst hingað með innfluttu grænmeti eða öðrum varningi, en frum- varpið nýja felur ekki í sér hert og aukið eftirlit með slíkum inn- flutningi. Innflutningur minks eða annarra loðdýra og annars búfjár fellur undir lög um búfjár- hald (2002/nr. 103) og er beinlín- is undanþeginn bannákvæðum í frumvarpinu. Skógarkerfill- inn barst að öllum líkindum með sáðgresisfræi til túnræktar og gerir eflaust enn með reglulegu millibili eins og þistlar og fleiri tegundir sem hingað berast með þessum hætti. Í frumvarpsdrög- unum er sérstaklega kveðið á um að undanþágulisti frá lögunum verði settur með reglugerð og líklegt er að þar verði helstu teg- undir innfluttra túngrasa. Frum- varpið, verði það að lögum, mun því engu breyta um innflutnings- tækifæri þeirra tegunda óværu, illgresis og rándýra hverra land- nám ætti helst að halda vöku fyrir fjórtánmenningunum og e.t.v. fleiri landsmönnum. Önnur grein um sama efni bíður birtingar. Dr. Aðalsteinn Sigurgeirsson, skóg- og erfðafræðingur, formað- ur Skógfræðingafélags Íslands; Dr. Þröstur Eysteinsson, svið- stjóri þjóðskóganna, Skógrækt ríkisins, (SR); Dr. Vilhjálmur Lúðvíksson, formaður Garðyrkju- félags Íslands (G.Í); Dr. Alex- ander Robertson, skógfræðing- ur, prófessor emeritus; Barbara Stanzeit, líffræðingur, fræmeist- ari G.Í; Björn B. Jónsson, skóg- fræðingur; framkvæmdastjóri Landssamtaka skógareigenda (LSE); Brynjólfur Jónsson, skóg- fræðingur; framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands (SÍ); Dr. Dóra Lúðvíksdóttir, læknir; Edda Björnsdóttir, formaður LSE; Einar Gunnarsson, skógfræð- ingur, SÍ; Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur, varaformað- ur GÍ; Jón Loftsson, skógfræðing- ur, skógræktarstjóri, SR; Magnús Gunnarsson, viðskiptafræðingur, formaður SÍ; Ragnhildur Frey- steinsdóttir, umhverfisfræðing- ur, SÍ; Sigríður Hjartar, lyfja- og sagnfræðingur, fv. formaður GÍ; Valborg Einarsdóttir, garðyrkju- fræðingur, framkvæmdastjóri, GÍ; Dr. Ragnar Árnason, prófess- or við Hagfræðideild HÍ. Hvaða framandi lífverur eru umhverfisvandamál á Íslandi? Náttúruvernd Sautján manna hópur skógfræðinga og annarra fræðimanna skrifa um skógrækt og náttúruverndarlög Það er alveg ótrúleg vanþekk-ing og vanvirðing á hlutverki og starfi skólastjórnenda í Reykja- vík sem formaður borgarstjórnar Dagur B. Eggertsson setur fram í fréttum sjónvarps fimmtudaginn 10. febrúar 2011. Hann teflir því fram að til þess að þurfa ekki að skera niður lögbundna þjónustu við nemendur þá þurfi að skera niður í yfirstjórn leik- og grunnskóla í borginni með sameiningu skóla. Hann segir einnig orðrétt „að sparnaður í yfirstjórn, sem fáist með sameiningu skólanna, eigi ekki að bitna á börnunum“. Þær hug- myndir og tillögur sem nú liggja á borðinu og ganga lengst með sameiningu og samrekstri leik- og grunnskóla í borginni munu bitna á börnum og foreldrum þeirra þegar t.d. er búið að setja saman stórar rekstareiningar grunnskóla með 2-3 starfstöðum og um 800 nemendum. Hvað verður um faglega uppbygg- ingu og sérstöðu skólasamfélagsins í slíkri stofnun, samstarf við for- eldra, nám við hæfi hvers og eins nemanda, skóla án aðgreiningar sem Reykjavíkurborg hefur á stefnuskrá sinni? Skólastjórnendur í Reykjavíkur- borg hafa í síðastliðin tvö ár náð fram ótrúlegum sparnaði og hag- ræðingu í rekstri skólanna og eru enn að vinna í þeim málum í sam- starfi við sína yfirmenn þrátt fyrir að á sama tíma séu lagðar fram hugmyndir og tillögur um að störf þeirra séu lögð niður og þau ein- skis metin. Þeir taka meira segja þátt í því að rýna til gagns í þess- ar hugmyndir og koma með tillög- ur um margs konar hagræðingu og sparnað til að vernda þroska, líðan og lögbundna menntun nem- enda í þessari borg. Verður tekið mið af tillögum skólastjórnenda og varnaðarorðum? Í dag eru kannanir um líðan og einelti meðal nemenda, við- horf foreldra, nám nemenda s.s. lestrarskimanir, talnalykil, sam- ræmd próf, Pisa o.fl. að sýna að við erum að ná árangri miðað við það starf sem við erum að vinna að í dag? Hvers vegna skyldi það vera? Hverjir eru faglegir leiðtogar í því starfi? Til upplýsingar fyrir formann borgarstjórnar, borgarstjóra og aðra borgarfulltrúa þá er hlutverk skólastjórnenda meðal annars að: ■ vera faglegir leiðtogar sem móta skólamenningu, stefnu og fram- tíðarsýn í samstarfi við starfs- menn, nemendur og foreldra ■ bera ábyrgð á þroska, líðan og námi nemenda ■ bera ábyrgð á gæðum skóla- starfsins ■ bera ábyrgð á starfsþróun starfs- manna ■ bera ábyrgð á að fylgja lögum og reglugerðum ■ bera ábyrgð á að upplýsa for- eldra um þroska, líðan og nám barna þeirra ■ að reka samfélag starfsmanna, nemenda og foreldra Það er eitt sem gleymdist í þess- ari upptalningu en það er að vera til staðar fyrir nemendur, starfs- menn og foreldra en ekki í talhólfi eða tölvupósti. Vanþekking og vanvirðing á hlut- verki skólastjórnenda Skólamál Svanhildur María Ólafsdóttir skólastjóri Korpuskóla, form. Skólastjórafélags Íslands Fáum er meir í mun að hing- að berist ekki til lands óværa, sjúkdómar eða leiðindaplöntur en ræktunarfólki. Þær hugmyndir og tillögur sem nú liggja á borðinu og ganga lengst með samein- ingu og samrekstri leik- og grunnskóla í borginni munu bitna á börnum og foreldrum þeirra Þú færð meira, meira eða miklu meira í Vodafone Gull. 0 kr. úr heimasíma í heimasíma og fullt af mínútum í farsíma Skráðu þig í 1414 strax í dag vodafone.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.