Fréttablaðið - 21.02.2011, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 21.02.2011, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 21. febrúar 2011 11 Borgun er eina fyrirtækið á landinu sem býður heildarlausn í færsluhirðingu. Fyrirtæki sem eru með öll kortaviðskipti hjá Borgun njóta betri kjara og fá betri yfi rsýn yfi r tekjur með einu uppgjöri fyrir öll kortaviðskipti. Hjá Borgun ertu með allt á einum stað. FRÉTTASKÝRING Hafa ráðherrar sagt af sér eftir að dómar hafa gengið gegn ákvörðunum þeirra? Spjót hafa staðið á Svandísi Svavars- dóttur umhverfisráðherra eftir hæstaréttardóm sem gekk henni í mót á dögunum. Þar var ákvörðun hennar um að samþykkja ekki þann hluta aðalskipulags Flóahrepps er varðar væntanlega Urriðafossvirkj- un, ógilt. Ýmsir hafa kallað eftir afsögn Svandísar, en hún hefur sjálf neitað því að um sé að ræða áfellis- dóm yfir henni og hyggst sitja sem fastast á stóli. Sömuleiðis hefur for- sætisráðherra lýst yfir stuðningi við Svandísi og telur málið ekki kalla á afsögn. Nokkur dæmi eru um að dómar hafi gengið gegn ákvörðun ráð- herra án þess að hafa orðið til þess að viðkomandi hafi þurft að segja af sér embætti. Til dæmis féll dómur í Hæsta- rétti árið 2005, gegn embættisfærsl- um Árna Magnússonar, þáverandi félagsmálaráðherra, eftir að hann vék Valgerði Bjarnadóttur úr emb- ætti framkvæmdarstýru Jafnréttis- stofu.Dómurinn taldi ráðherra hafa vanvirt meðalhófsreglu auk þess sem hann hafi með framferði sínu miðað að því að „komast hjá [því] að fylgja lögboðinni málsmeðferð“. Ríkið var dæmt til greiðslu skaða- bóta að upphæð sex milljónir króna, en Árni sat í ráðherrastóli fram á næsta ár þegar hann hætti í stjórn- málum af eigin hvötum. Lögfræðingurinn Arnar Þór Stefáns son hefur kynnt sér þess konar mál og ritaði meðal annars grein í Úlfljót um ógildingu stjórn- valdsákvarðana. Hann segir enga hefð fyrir afsögn ráðherra í þessum efnum. Spurningin um ábyrgð ráðherra snýst fyrst og fremst um að greina á milli pólitískrar ábyrgðar og laga- legrar. Engu að síður er það líka matsatriði hvenær ráðherra hefur í raun farið svo á skjön við lög að hann beri skýra lagalega ábyrgð. Trausti Fannar Valsson, lektor í stjórnsýslurétti við lagadeild Háskóla Íslands, segir í sam- tali við Frétta- blaðið að ekki sé óeðlilegt að ráðherrar reki mál fyrir dóm- stólum til að leysa úr vafa á laga- túlkun. „Stjórnvöldum er falið að fram- fylgja lögum, en í sumum málum getur komið upp vafi um túlkun. Að láta reyna á slíkt fyrir dómstól- um er á engan hátt ómálefnalegt af hendi stjórnvalda. Í flestum tilfell- um er hins vegar mjög fjar- lægt að ráðherra beri lagalega ábyrgð á slíku, nema ef talið sé að ráð- herra hafi ef til vill mis- beitt valdi sínu með því að knýja á um einhverja með- ferð máls fyrir dómstólum.“ thorgils@ frettabladid.is Enginn ráðherra sagt af sér eftir að hafa tapað dómsmáli Ekki er hefð fyrir því að ráðherrar segi af sér þrátt fyrir að dómstólar hafi úrskurðað ákvarðanir þeirra ógildar. Ábyrgð ráðherra snýst fyrst og fremst um hvort um pólitíska eða lagalega ábyrgð sé að ræða. ÁRNI MAGNÚSSON SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR FORSTJÓRI ÖSSURAR Danski sjóðurinn William Demant mátti auka við hlut sinn í stoðtækjafyrirtækinu Össuri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VIÐSKIPTI Danski sjóðurinn William Demant er ekki skyldur til að leggja fram yfirtökutilboð í stoð- tækjafyrirtækið Össur, samkvæmt upplýsingum úr Fjármálaeftirlit- inu. Sjóðurinn jók við hlut sinn í Össuri í síðustu viku og nam eign hans eftir kaupin 39,6 prósentum. Yfirtökuskyldu var nýlega breytt. Hún miðast við 30 prósenta hluta- fjáreign í skráðu félagi og má sá sem á yfir eignamörkum ekki bæta við eign sína. Í athugasemdum við breytinguna er miðað við hluta- fjáreign 1. apríl í hittifyrra. Willi- am Demant Holding átti þá 39,88 prósent í Össuri og voru viðskiptin því innan marka. - jab Hlutabréfakaupin í góðu lagi: Eigandinn var innan marka

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.