Fréttablaðið - 21.02.2011, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 21.02.2011, Blaðsíða 46
30 21. febrúar 2011 MÁNUDAGUR Gunnar Hilmarsson, annar eigenda Andersen & Lauth, segir fyrirtæk- ið hafa blásið til sóknar á erlendri grundu undanfarna mánuði. Hann hefur sótt fjölda erlendra sölusýn- inga það sem af er árinu og segir viðtökurnar hafa verið góðar. Frá því í janúar hefur Andersen & Lauth tekið þátt í sölusýningum og tískuvikum í Berlín, París, Kaup- mannahöfn, Stokkhólmi, Madríd, Amsterdam og London og að sögn Gunnars er stefnan tekin á tískuvik- una í Mílanó síðar í febrúar. Hann segir fyrirtækið hafa verið í hröð- um vexti undanfarna mánuði og sér fram á bjarta tíma. „Við erum búin að vera á fullu upp á síðkastið við að sýna á hinum ýmsu tískuvikum og þetta er búið að ganga mjög vel,“ segir Gunnar sem var staddur á tískuvikunni í London þegar blaða- maður náði af honum tali. Að hans sögn varð minna um tækifæri innan tískubransans eftir að heimskreppan skall á en að nú sé líf farið að glæðast í hann að nýju. „Við ákváðum að keyra svo- lítið á þetta núna þar sem kreppan er aðeins farin að hjaðna. Ég reikna með að nýja línan verði seld í um 500 verslunum um allan heim, allt frá Rússlandi til Sádi-Arabíu og allt þar á milli. Merkið hefur dafnað vel og við erum auðvitað hrikalega ánægð með það,“ segir hann. Aðspurður segir Gunnar að síð- ustu sölusýningunni ljúki um miðj- an mars og að þá muni hann hefjast handa við að hanna næstu vorlínu. „Sýningunum lýkur um miðjan mars og þá hefjumst við handa við að teikna vorlínu fyrir árið 2012. Við þurfum helst að klára það fyrir lok marsmánaðar þannig það er aldrei frí í þessum bransa,“ segir Gunnar að lokum og hlær. - sm BESTI BITINN Í BÆNUM „Besti bitinn sem ég fæ er allt sem Rósa Birgitta í Feldberg eldar. Hún býr líka til alveg snilldar salat-dressingu.“ Ásgrímur Már Friðriksson, hönnuður og leikstjóri. „Þetta er auðvitað draumur fyrir mig, strák frá Tromsö, að vera kom- inn á þennan stað. Tónlistin er hins vegar þannig að hún fjarlægir öll landamæri og það spyr mig enginn hvaðan ég sé. En auðvitað finnst mér ég vera mjög heppinn og raun- ar ofdekraður að vera að vinna með slíku hæfileikafólki,“ segir Ámundi Björklund, annar helmingur höf- undarteymisins Espionage. Tvíeyk- ið hlaut Grammy-verðlaunin fyrir lagið Hey, Soul Sister ásamt Patrick Monahan, söngvara Train, en lagið sló algjörlega í gegn vestanhafs, smáskífan seldist í fimm milljón- um eintaka og var mest selda lagið á I-tunes árið 2010. Íslendingar geta gert töluvert til- kall til Ámunda því móðir hans er Nanna Hauksdóttir og sjálfur talar hann ágætis íslensku. „Ég reyni að koma mjög reglulega til Íslands, að minnsta kosti annað hvert ár. Ég á mjög stóra móðurfjölskyldu á Íslandi sem mér þykir mjög vænt um og reyni að hitta. Ég kom reyndar í tvígang í fyrra og það er í plönunum hjá mér að koma núna í sumar.“ Ámundi byrjaði að semja lög fyrir einum þrettán árum og kynnt- ist þá Espen Lind, hinum helmingi Espionage. Þeir tveir fóru að semja fyrir aðra listamenn í Noregi og færðu síðan út kvíarnar til Bret- lands. Stóra tækifærið kom hins vegar árið 2006 þegar þeir sömdu slagarann Irreplaceable sem Bey- oncé Knowles gerði hrikalega vin- sælt. Lagið sat í efsta sæti Billboard Hot 100 í tíu vikur samfleytt og var best selda smáskífan í Bandaríkjun- um árið 2007. „Það lag gerði okkur kleift að flytjast út til New York þar sem við höfum verið síðustu fjög- ur ár,“ segir Ámundi en Espionage hefur hlotið fjölmörg BMI-verðlaun sem eru verðlaun lagahöfunda í Bandaríkjunum. Ámundi er nú staddur í Texas þar sem hann er að semja nýtt efni ásamt kántrí-stjörnunum í Dixie Chicks. Það fari hins vegar eftir listamanninum í hversu miklu návígi lögin séu samin. „Eins og með laginu hennar Beyoncé þá skil- uðum við því bara af okkur til henn- ar og hún síðan söng það. Hey Soul Sister er hins vegar samið í nánu samstarfi með Pat Monahan enda er hann frábær lagahöfundur.“ ÁMUNDI BJÖRKLUND: MÉR FINNST ÉG VERA MJÖG HEPPINN Íslendingur fékk Grammy fyrir metsölulag með Train BÚSETTIR Í NEW YORK Ámundi (t.v) og Espen Lind í London árið 2008 þegar þeir fengu verðlaun fyrir besta lag ársins á BMI-verðlaunahátíðinni. Ámundi segist koma reglulega til Íslands enda eigi hann móðurfjölskyldu sem honum þyki mjög vænt um. Ámundi er búsettur í New York og hefur unnið með stórstjörnum á borð við Beyoncé og er nú að semja nýtt efni með Dixie Chicks. NORDIC PHOTOS/GETTY SLÆR Í GEGN Gunnar Hilmarsson hjá Andersen & Lauth hefur sótt fjöldann allan af sölusýningum það sem af er árinu. Hönnun fyrirtækisins verður að öllum líkindum seld í um 500 verslun- um um heim allan. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR BIRKISSON Selja föt sín í 500 verslunum um allan heim Ámundi er hálfur Íslendingur og er sonur Nönnu Hauksdóttur sem er aðstoðardeildarstjóri heilbrigðisdeildar háskólans í Tromsö. Nanna hefur verið búsett í Tromsö síðustu fjörutíu árin en heldur góðu sambandi við Ísland. „Ég er auðvitað alveg ótrúlega montin af honum og stolt,“ segir Nanna í samtali við Fréttablaðið. Hún segir Ámunda skilja íslensku mjög vel en hann tali hana lítið. „Ég talaði alltaf við hann á íslensku þegar hann var lítill.“ HVAÐ SEGIR MAMMA? auglýsir eftir tilnefningu félagsmanna vegna kjörs í trúnaðarstöður félagsins fyrir starfsárin 2011 til 2014. Félagsmenn geta gert tillögu um stjórnarmenn og verða að minnsta kosti 25 félagsmenn að standa að tillögu um hvern stjórnarmann. Allar tillögur skulu vera skriflegar og berast kjörstjórn félagsins a.m.k. þremur vikum fyrir aðalfund þ.e. fyrir 3. mars nk. Stjórn félagsins skal skipuð sjö félagsmönnum, formanni og sex meðstjórnendum, auk tveggja til vara. Stjórnarmenn skulu kosnir til þriggja ára í senn. For- mann skal kjósa sérstaklega. Stjórnin kýs úr sínum hópi varaformann, ritara og gjaldkera. Aðalfundur félagsins verður 24. mars nk. á Akureyri og hefst kl. 17:30. KJÖLUR stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu Auglýsingasími „Maður er bara mjög ánægður, ekkert annað hægt,“ segir Þórir Snær Sigurjónsson, framleiðandi hjá ZikZak. Fyrirtækið var tilnefnt til 31 Eddu í ár og fór heim með ellefu á laugardagskvöldið, sex fyrir Brim en fimm fyrir The Good Heart. Það stefndi strax í mikla baráttu milli myndanna tveggja og flestir í salnum hafa eflaust verið reiðu- búnir að veðja einhverjum krónum á það að nafn The Good Heart myndi koma upp úr umslaginu hjá iðnað- arráðherra þegar tilkynna átti um kvikmynd ársins. Enda var Dagur Kári búinn að hirða verðlaun fyrir bæði besta handrit og leikstjórn og hafði þar að auki hlotið Edduna fyrir tónlistina í Brim. En það var nafn Brim sem kom upp úr hattinum. „Ég held að allir hafi bara verið mjög sáttir við skiptinguna, allavega voru þeir Dagur og Árni sáttir. Þetta var bara gott kvöld, við áttum þarna notalega kvöldstund og þetta hús íslensku óperunnar var klæðskerasniðið fyrir athöfn eins og þessa.“ - fgg Getum vel við unað STOLTIR AF SÍNUM Þórir Snær og Skúli Malmquist frá ZikZak tóku við Eddunni fyrir kvikmynd ársins ásamt leikstjóranum Árna Ólafi Ásgeirssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Það var fast skotið á RÚV á Edd- unni en ríkisapparatið getur gengið nokkuð sátt frá borði þegar verðlaunin eru skoð- uð. Þannig var Landinn valinn besti frétta- eða viðtalsþáttur ársins og Gísli Einars- son sjón- varpsmaður ársins. Fagur fiskur í sjó var lífsstíls- þáttur ársins og Þóra Arnórsdóttir var kjörin vinsælasti sjónvarps- maðurinn í netkosningu. Ekki má heldur gleyma sigri Björg- vins Franz Gíslasonar og Stundarinnar okkar sem sló sjálfum Sveppa við. Og það var kannski fleira sem kom á óvart því það voru gamlir Rúvarar sem fóru með sigur af hólmi í flokknum skemmtiþáttur ársins. Spaug- stofan kom, sá og sigraði fyrir þættina á Stöð 2 og hafði þannig betur gegn bæði Ameríska draumn- um og Loga í beinni. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.