Barnablaðið - 01.04.1951, Blaðsíða 13

Barnablaðið - 01.04.1951, Blaðsíða 13
BARNABLAÐIÐ 11 rv i nánar fiá samningunum litaðist Gróa um í húsinu. Þarna voru þrjú skemmtileg herbergi auk verkstæð- isins. Kona skósmiðsins kallaði nú á Gróu úr útbyggingu við húsið. — „Hér er skemmtilegt herbergi, sem má útbúa fyrir svefnherbergi fyrir ykkur systurnar. Gróa leit inn. Tveir gluggar srieru út að enginu. Gróa andvarpaði af feginleik yfir þessu frjálsa útsýni, sem sólin stráði geislum sínum yfir. Hún minntist ömurlega útsýnisins frá íbúðinni þeirra í borginni, og hjarta hennar varð svo yfirfullt af þakklæti til Guðs, að henni fannst það ætla að springa. Þegar hún kom inn aftur voru karlmennirnir bún- ir að ganga frá samningunum, og skósmiðurinn sagði: „Fyrst um sinn, meðan þú ert að komast inn í starfið, vinn ég með þér á verk- stæðinu. En strax þegar þú liefur lært nóg, dreg ég mig til baka. Þú munt bráðlega vinna þig upp. Hér er mikið starfssvið og langt til næsta skósmiðs." — „Pabbi, komdu og sjáðu herbergið þar sem við Lillian eigum að sofa,“ sagði Gróa og dró hann með sér. Hann kom fúslega. „Er .það ek,ki skemmtilegt,“ spurði hún ljómaijdi af gleði. „Heldurðu ekki að .Ljllian og mamma verði glaðar?“ — „Jú,“ sagði hann hugs- andi, „jpamina þín hefir átt svo erfitt öll þessi undanfarin ár, en nú ,mnn allt verða gott aftur.“ — Gróa leit, .alyarlega framan í föður sinn. „Mig langar svo til þess að þið takið lífca móti Jesú. Ég er frels- uð, og Jesús býr í hjarta mínu og ég er svo glöð yfir því. Hún var hálfhrædd um að honum mundi þykja við hana þótt luin sæi að yfirbragð lians væri mildara en áð- ur. — „Já, þú skrifaðir okkur um það, og við ntamma þín erum glöð yfir því. Svensson kennari hefir heimsótt okkur og talað mikið við okkur um Guð. Við höfum líka sótt samkomur. Þegar maður reynir slík undur, sem við höfum reynt í seinni tíð, þá finnur maður þörf á að þakka Guði. Eg liefi aldrei hugsað um Hann áður, en nú veit eg. að Hann kærir sig um okkur.“ Meðan hann talaði hálf hikandi, eins og sá, sem ekki er vanur að láta aðra skyggnast inn í fylgsni sálar sinnar, fann hann skært augnaráð Gróu hvíla á sér. Og allt í einu varð hortum ljóst hvað hafði valdið breytingunni sem orðin var á lienni. Það var ekki fallegi blómstraði kjóllinn, heldur yfirbragð andlits- ins. Yfirbragð hennar var góðlegt, glaðlegt og hreint, og flöktið var horfið úr augnafáðinu. Hvin tók í hönd hans. Það var næstum eins og hún hefði eignazt nýjan pabba, eða var það kannske gamli pabbinn hennar, sem var kominn aftur, hann, sem hafði verið svo glaður og góður meðan hann hafði vinnu. Henni var farið að lengja mikið eft- ir mömmu og Lillian. Ilún fann

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.