Barnablaðið - 01.04.1951, Blaðsíða 14

Barnablaðið - 01.04.1951, Blaðsíða 14
12 BARNABLAÐIÐ svo vel, að ;hún tilheyrði þeim. Henni var ljóst, að þegar Jesús kæmi inn í heimili þeirra, mundi það verða eins hamingjusamt eins og heimili Maí frænku og Hans frænda. Þá heyrði hún glaðværa rödd Óla kalla til sín: „Gróa! Gróa, komdu út,“ og Gróa svaraði: Já, Óli, ég kem.“ Endir. Þýtt úr norsku. K. Þ. Bæn litlu stúlkunnar! í smábæ í Kína bjó lítil stúlka, sem gekk í skóla hjá trúboðunum. Litla stúlkan liafði gefið Jesú hjarta sitt. Hún var rnjög samvizkusöm og iðin við námið. Það var líka oft, þegar skólinn var búinn á daginn, að kennslukonan tók liana með sér, og fóru þær þá í herbergi þar sem þær voru einar saman, og þar kenndi kennslukonan lienni að biðja til Jesú; þá töluðu þær við Jesú um það, sem lá þeim þyngst á hjarta. En á heimili litlu stúlkunnar var enginn, sent skildi hana. Þegar hún talaði um Herrann Jesii eða reyndi að biðja til Hans, varð afi liennar alltaf svo reiður. Hann var gamall múhameðstrúar maður og var stoltur yfir trú for- feðra sinna, og hann vildi ekki að neinn af fjölskyldunni hefði aðra trú. Litla stúlkan var oft barin, og stundum fékk hún þung högg, þeg- ar liún sást á bæn til Jesú.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.