Barnablaðið - 01.06.1963, Blaðsíða 8

Barnablaðið - 01.06.1963, Blaðsíða 8
Viktoría tók við henni og vildi sjáif bera hana út í vagninn. Þegar hún kom út á götuna með hinn stóra böggul í fanginu, þá stóð fátækur og illa búinn maður við búðardyrnar. Viktoría stað- næmdist strax þegar hún tók eftir manninum, því að henni fannst maðurinn vilja tala við sig. Hann leit bænaraugum til Vik- toríu og sagði stamandi: „Ég er svo svangur." „Mér finnst það mjög leiðinlegt, en ég á ekkert til að gefa þér,“ sagði Viktoría. „Ég hefði svo gjarn- an viljað hjálpa þér.“ Betlarinn leit vonsvikinn á þessa litlu velklseddu stúlku, síðan gekk hann seinlega frá henni. Augu Viktoríu fylltust tárum. Henni fannst maðurinn vera svo þreyttur og sorgmæddur. „Bíddu!“ hrópaði hún, „bíddu svon'tið!“ Áður en barnfóstran fékk ráð- rúm til að segja nokkuð, hafði Viktoría hlaupið inn í verzlunina og spurði þar einn afgreiðslu- mannanna, hvort hann vildi taka við brúðunni og láta sig hafa pen- ingana til baka. Afgreiðslumaðurinn tók við brúðunni og lofaði að geyma hana þar til Viktoría hefði safnað pen- ingum fyrir henni á ný. Síðan fékk hún peningana endurgreidda. Betlarinn stóð úti á götunni og beið, en vissi þó varla hvort hann ætti að treysta orðum stúlkunnar. Viktoría kom nú út úr verzlun- inni og flýtti sér til betlarans og lagði aha peningana, sem hún hafði sparað saman, í lófa hans. í fyrstu ætlaði maðurinn ekki að trúa sínum eigin augum, því að það var langt síðan að hann hafði eignazt svo mikla peninga. „Hvernig get ég þakkað þér?“ sagði hann hrærður. „Ef Guð gerir þig að drottningu, litla fröken, þá væru það ekki of mikil laun fyrir góðmennsku þína.“ Síðan skildust leiðir betlarans og litlu stúlkunnar. En ekki vissi betlarinn, að orð hans mundu tíu árum síðar ganga í uppfyllingu. Þá var Viktoría krýnd, sem Eng- landsdrottning, og hún er enn ein af mest þekktu leiðtogum seinni tíma. 48 BARNABLABIÐ

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.