Barnablaðið - 01.06.1963, Blaðsíða 19

Barnablaðið - 01.06.1963, Blaðsíða 19
í dag. Eiríkur hafði skipt nestinu sínu á rnilli þeirra og þeir höfðu haft góða lyst. Eiríkur fékk snögg- lega hugmynd. Ætti hann? Þegar hann kom heim, sagði hann mömmu sinni frá drukkna manninum og hvað hann hafði hugsað sér að gera. Mamma hans var því samþykk. Nokkru síðar var Eiríkur á leið heim til Tryggva og Egils. Á bögglaberanum var full karfa af matvælum. Mamma hafði látið í hana sitt af hverju og sjálfur hafði Eiríkur keypt fyrir rúmar hundr- að krónur. Tryggvi og Egill komu til dyra. Þeir ráku upp stór augu, þegar Eiríkur kom, og spurðu, hvaða er- indi hann ætti. Eiríkur bað um að fá að koma inn. Ekki var heimilið aðlaðandi. Þrjú eða fjögur lítil börn léku sér eða skriðu um eld- hússgólfið. Mögur og þreytuleg kona, móðir barnanna, stóð við eldavélina, þegar Eiríkur kom inn. Hann heilsaði og rétti henni körf una. „Ég átti bara að skila þessu,“ sagði hann brosandi. Litlu börnin horfðu undrunar- augum á Eirík og körfuna. Tryggvi og Egill, sem komið höfðu inn með Eiríki, voru líka forvitnir. „En frá hverjum er allt þetta?“ spurði húsmóðirin, og tíndi hvað af öðru upp úr körfunni. Framh. Svör við getraun Nokkuð margar ráðningar hafa borizt við myndagetrauninni, sem birtist í 3.—4. tölublaði Barna- blaðsins. Dregið hefur verið um verðlaunin og verða þau síðan send í pósti til réttra aðila. Rétt svör við getrauninni eru á þessa leið: 1. Móse. 2. Davíð. 3. Jesús. 4. Jónas. 5. Jósef. Þessi hafa hlotið verðlaun: Ás- dís Þorbjarnardóttir, Grjótá, Fljótshlíð, Rangárvallasýslu. Jón Tryggvi Kristjánsson, Leysingja- stöðum, Þingi, A.-Húnavatnssýslu og Hinrik Jóhannesson Ásholti, Skagaströnd. Þessi börn hafa því hlotið bókaverðlaun Barnablaðs- ins, þessu sinni. B ARNABL AÐIÐ kemur út fimm sinnum á árl. Argang- urinn kostar kr. 25.00, og grelOlst 1 febrúar. 1 lausasölu kostar blaOiO 5 krónur elntaklO. BITSTJÓEAE: Lelfur og Gun Britt Fálsaon CTGEFANDI: Filadelfia, - Hátúnl 2, - Reykjavik. Sími 20735 Borgarprent - Reykjavik BARNABLAÐIÐ 59

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.