Barnablaðið - 01.06.1963, Blaðsíða 12

Barnablaðið - 01.06.1963, Blaðsíða 12
ur gefið okkur brjóstsykur, epli, og ýmislegt fieira, þegar viS höfum ekki verið með peninga með okkur, sagði Katrín. Mér finnst það hafa verið ljótt af okkur að gera þetta, þar sem hann hefur alltaf verið svo góð- ur. Þetta hafði Bogi ekld hugsað um áður, en því lengur sem hann hugs- aði um það þess vissari varð hann um að Katrín hafði rétt fyrir sér, og að þetta var bœði ljótt og heimskulegt af þeim. Og þegar Katrin stakk upp á því að þau skyldu fara. í . nýlenduvöruverzlunina. og borga skuldina sína með tveim- ur af molunum, sem eftir voru í pok- anum, var Bogi undir eins sammála henni um það, og síðan héldu þau af stað. Bogi og Katrín opnuðu búðardym- ar og gœgðust inn og þegar þau sáu að enginn var í búðinni, fóru þau strax fram að búðarborðinu og lögðu krumpaða brjóstsykurpokann á það. — Þetta á kaupmaðurinn að eiga, sagði Bogi. Kaupmaðurinn leit undrandi á Boga og Katrínu. — Það er brjóstsykur i pokan- lun. sagði Katrín og þér eigið að fá hann í staðinn fyrir þann sem við tókum, þegar við vorum að kaupa kartöflumar. — Já, kaupmaðurinn missti tvo mola á gólfið og við tókum þá, sagði Bogi. En þegar við vorum bú- in að borða þá, þá fannst okkur að þetta hefði verið mjög heimskulega gert. . . — En svo gaf amma okkur fullan poka af brjóstsykri, svo nú getum við borgað aftur það sem við skuld- um, bœtti Katrín við. Kaupmaðurinn. gat. ekki .varizt brosL — Það gerði ekkert til þó að þið tœkjuð molana, sagði hann. Þeir kosta ekki nema fjörutíu aura hver moli og þið hafið svo mörgmn sinn- um farið í smá sendiferðir fyrir mig, svo gjaman hefðuð þið mátt eiga þá. Eruð þér þá ekki reiður við okk- ur? spurði Katrín og var orðin glöð á svipinn. — Nei, og þið þurfið alls ekki að borga þetta, svo héma fáið þið pokann aftur, sagði kaupmaðurinn og rétti þeim brjóstsykurpokann. . . En mikið eruð þið falleg böm að koma aftur og segja mér frá þessu. Bogi roðnaði af hrifningu yfir að fá aftur brjóstsykurpokann með mol- unum í. Bogi og Katrin kvöddu og fóru heim, þegar þau voru búin að ljúka erindinu. Á meðan þau voru að eta upp það sem eftir var í pokanum, kom þeim saman um að þessir molar vœru langtum bragðbetri en þeir, sem þau höfðu tekið á búðargólf- inu. Því að það er ávallt bragðbetra, sem við höfum fengið á réttan hátt, en það, sem við höfum fengið án leyfis. 52 BARNABLAÐIÐ

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.