Barnablaðið - 01.12.1966, Side 9

Barnablaðið - 01.12.1966, Side 9
Hugleiðing á kvöldgöngu Fyrir utan raðhús nokkurt við Skúlagötu, stóð dálítill liópur stálpaðra drengja í fjör- ugum samræðum. Ég var að fara á samkomu í Fíladelfíu, gekk inn Skúlagötu og leið mín lá þess vegna fram hjá þessum drengjahóp. Ég gekk hægt, því veðrið var gott og ég liafði nægan tíma. Þegar ég nálgaðist drengina, sá ég að nokkrir þeirra fóru að gefa mér horn- auga og umræðurnar hættu. Ég gekk rólega eins og fyrr, en er ég var komin nokkur skref fram hjá þeim, heyri ég kallað ,.,Fíladelfía“. Ég gat ekki varizt brosi og um mig fór eins og gleðibylgja. Vitanlega heyrði ég háðið, sem lá í orðinu og það var reyndar ekki það, sem gladdi mig svo mikið, heldur er ég hugs- aði um, hvers vegna ég var á leið í Fíladelfíu og hvað ég geri í Fíladelfíu, að hjarta mitt tók viðbragð. Og hvers vegna er ég svo í Fíladelfíu? Jú, ég er alin upp í trúuðu heimili, og hef gengið í sunnudagaskóla frá því ég var mjög ung. Á þessum stöðum lærði ég að þekkja Jesúm. Sem barn trúði ég, að hann væri sonur Guðs. Og því trúi ég enn. Mjög fljótlega eftir að ég hafði lært að lesa, fór ég að lesa Nýja testamentið. Og þar stóð, að allir nienn hefðu syndgað. Þó að ég væri ung að aldri, skildi ég, að þar var ég engin undantekning.. Þess vegna bað ég Jesúm að fyrirgefa mér syndirnar. Síðan þann dag hef ég viðurkennt mig „frelsaða". Það voru ekki foreldrar mínir, sem tóku þessa ákvörðun fyrir ntig, heldur ég sjálf. Og það er það bezta, sem ég nokkru sinni hef gert. Því að einmitt hjá Jesú hef ég fundið hamingju fyrir líf mitt. Ég hef nú grundvöll til að byggja líf mitt á og sé tilgang með líf- inu. Það eru margir sem álíta að hinir „trú- uðu“ fari á mis við alla lífsgleði af því að þeir sækja ekki skemmtanir. Og geti jjess vegna ekki notið lífsins.“ En Jretta er nokkuð, sem ég get aldrei samjrykkt, því að gleði og hamingja míns lífs er að fylgja Jesú. Ég er vitanlega eins og hvert annað ung- menni. Ég vil njóta lífsins rétt eins og þú. Og j:>að geri ég. En aðeins á annan liáít, og á miklu betri liátt. Því sú gleði, sem ég fann hjá Jesú, hefur varað allt frá Jreirn degi, er ég frelsaðist. Það er ekki aðeins gleði, sem ég á, heldur friður, öryggi og fullvissa um eilílt líf. Þess vegna vinur minn, ef þú hefur ekki enn fengið Jrað út úr lífinu sem þú þráir, þá farðu að ráðum mínum og hinna frelsuðti og bið Jesúm Krist um fullnægju fyrir líf þitt. Guðný Jónasdóttir. Með hverju getur ungur rnaður haldið vegi sínum hreinum? Með því að gefa gaum að orði þínu. Ég leita þín af öllu hjarta lát mig eigi villast frá boðum þínum. Ég geymi orð þín í hjarta mínu, til þess að ég skuli eigi syndga gegn þér. 119. sálmur Daviðs, vers 9—11. 9

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.