Barnablaðið - 01.12.1966, Síða 29

Barnablaðið - 01.12.1966, Síða 29
Brotna skálin Framhald af bls. 8. QÍmmt í lierbergi pabba og möinmu. Þau voru kannski sofnuð. Hvað vissi hún um það. Inga spennti greipar til bænar. Hún bað fyrir morgundeginum og framtíðinni. En allan tímann sveimaði sundurbrotin skálin fyrir innri augurn hennar. Hún snéri sér fram og aftur í rúminu til að geta sofnað. Reyndi að útiloka allan heiminn. En brotna skálin. — Andlit mönnnu í brotunum. — Augu mönnnu. — Allt var það komið að nýju. Eftir nokkurra tíma árangurs- lausa tilraun til þess að reyna að sofna, tók Inga ákvörðun. Hún varð að vekja mömmu til þess að biðja hana fyrirgefningar. Nú skildi hún loksins, hve röng og óréttlát hún hafði verið við mömmu sína, sem varð alltaf að vinna og hafði umhyggju fyrir heimilinu frá n'.orgni til kvölds. Hún kveikti á lamp- anum. Þá heyrði hún, að það brakaði í rúmi möramu sinnar Og það var kveikt á nátt- borðslampanum inni hjá henni. Inga gekk að hurðinni, hún stóð þar nokkrar sekúndur og horfði á inömmu sína. Hún lá þar glað- vakandi í rúminu. Allt í einu brosti hún við henni. Nrx brotnaði skelin sem hafði verið um hjarta Ingu. Þá lyftist hið dimma ský af himni hennar og feyktist burtu fyrir vindum him- insins. Þegar Inga kraup við rúm mönnnu sinnar og bað um fyrirgefningu breyttist allt. Ég vissi að þú mundir koma, sagði hún stillilega. Þess vegna vildi ég ekki sofna. Þegar Inga var komin aftur í rúmið sitt og lokaði augunum til að sofna, brosti hún í myrkrinu. Hún sá ekki lengur brotnu skál- ina. En hún sá rnóður sinnar þakkláta, bros- andi andlit, eins og það var, þegar þær mætt- ust á brú fyrirgefningarinnar. BÆN Drottinn Jesús, ég vil trúa á þig. Ég þakka þér að þú gafst líf þitt í dauðann, fyrir mig, á krossins tré á Golgata. Fyrirgef mér syndir mínar og gef mér hreinleika og frið. AMEN. Prinsessa - eða hvað? Barnablaðinu hefur verið send mynd af tveim ungum dömum, sem við von- um að eigi eftir að verða lengi við lýði og koma við sögu. Efuinst við ekki að önnur eigi eftir að gera það. Hvað sem vinkonu hennar líður. Myndinni fylg- ir bréf, sem hljóðar svo: Kœra Barnablað! Ég sendi þér hér borgun fyrir þetta dr, svo œtla ég að senda þér mynd af mér, sem ég cetla að biðja þig að birta í blaðinu. Ég er íl ára, verð 12 dra 30. desember. — Vertu blessað! Elísabet Magnúsdóttir, Hvammi Fáskrúðsfirði.“ E.s. Hvað skyldi vinstúlka Elísabetar heita sem er með henni á myndinni? Finnst ykkur hún ekki vera fín? Hún er klædd eins og prinsessa, með dýra perlufesti. Hvað haldið þið, að hún heiti? 29

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.