Barnablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 44

Barnablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 44
Sprettur Ég berst á ídki fráum fram um veg. Mót fjallahlíSum háum hleypi ég. Og golan kyssir kinn. Og á harSa, harSa spretti hendist áfram klárinn minn. Það er sem fjöllin fljúgi móti mér, sem kólfur loftið kljúfi klárinn fer, og lund min er svo létt eins og gœti ég gjörvalt lífið geysað fram í einum sprett. Hve fjör í œðar fœrist fáknum með. Hve hjartað léttar hrœrist. Hlœr við geð, að finna fjörtök stinn. Þú ert mesti gœðagammur, góði Léttir, klárinn minn. Hve hátt hann lyftir hnakka, hvessir brá, og hringar hreykinn makka, horíið á. Sko, faxið flaksast til. Gnmdin imdir syngur söngva slétt við Léttis hófaspil. En lœg nú sprettinn, Léttir, líttu á við eigum brekku ettir, hún er há. Nú œgjum við fyrst ögn áður söng og hófahljóði förum rjúfa fjallaþögn. Hannes Hafstein.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.