Barnablaðið - 01.06.1981, Blaðsíða 8

Barnablaðið - 01.06.1981, Blaðsíða 8
8 Villidýra- veibar! Jim og Fred voru í sólskinsskapi. Amma þeirra sem bjó úti í sveit, hafði boðið þeim að koma og dvelja þar vikutíma í sumarfríinu. Og ekki nóg með það, hún leyfði þeim að taka tvo vini sína með. Nú hlupu þeir af stað. Jim hljóp til Jacks og Fred til Andy, og svo hófst undirbúningur ferðarinnar. Næsta morgun klukkan ellefu, stigu fjórir drengir af milliferðabílnum á Sandy Bottom-- stöðinni. Þeir voru klæddir í nýjar verkamanna- buxur og ermastuttar skyrtur, og ætluðu aö ganga frá stöðinni til búgarðsins, sem var um tvær mílur vegar. En rétt í því kom bíll, það var bíllinn hans afa. „Góðan daginn, góðan daginn, gj'örið svo vel að setjast inn í bílinn, ég þarf sem snöggvast inn í búðina eftir sykri í krækiberjakökuna hennar ömmu." ,,Ó, við munum gera henni góð skil,“ sagði Fred, sleikti út um og klappaði á magann. Það var miðdagstími er þeir komu og amma hafði margt á borðum er örvaði matarlyst drengjanna þannig aö þeir tóku hressilega til matar síns. Á eftir var farið út aó sjá sig um. Unnið var að heyvinnu með hestum og vélum, svo við margt var að fást. Þeir fengu að ríöa hestunum eða sitja á heyhlassinu, sem ekið var inn í hlöðuna og um kvöldið fengu þeir að vera meó er kýrnar voru mjólkaðar. Eftir kvöldmat settust þeir hjá afa inni í dagstofunni, þar sem logaði á stórum lampa. „Eina sögu, afi, eina sögu,“ báðu drengirnir. „Söguna af þér og Pétri frænda þegar þið skut- uð villiköttinn." Og afi sagði þeim enn einu sinni þessa uppáhaldssögu frá bernskuárum sínum. Þeir bræður áttu að flytja hveiti til myllunnar og höfðu þeir tekið með sér riffil, ef villidýr réðust á þá. Á leiðinni sáu þeir stóran villikött, sem var að reyna að ná litlum kálfi sem var með kúnum. Gátu þeir skotið hann og tóku hann með sér heim. „Ég vildi, aö ég heföi verið drengur þá,“ sagöi Jack. „Nú eru engin villidýr til að veiða og ekki svo gaman að fara inn í skóginn, því maður sér ekkert stærra en héra eða íkorna. Ég vildi aö ég hefði verið bróðir þinn.“ „Humm, þá hefði verið einhvers að minnast,“ sagði Andy. „Ég mæti ekki einu sinni höggormi er ég fer í skólann." Og Jim og Fred voru þess fullvissir, að öll ævintýri væru löngu liðin hjá. „Á þeim dögum voru villikettir, úlfar, refir, otr- ar, birnir og villiminkar,“ sagöi afi. „En við höf- um einnig í dag villidýr að veiða." „0, þú gerir að gamni þínu,“ sögðu allir

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.