Barnablaðið - 01.06.1981, Blaðsíða 2

Barnablaðið - 01.06.1981, Blaðsíða 2
2 Lofum Guð í öllum hlutum Nú er tekið að síga á seinni hluta sumars og farfuglarnir farnir að huga að hópferð til suð- lægra landa. Framundan er haustið, kalt og napurt. í margra augum er veturinn erfiðasti tími árs- ins. Fólk kvíðir kuldanum sem honum fylgir og einnig kvíðir það síauknu myrkri. Við getum litið á veturinn sem tákn erfiðleika og rauna sem við mætum svo oft í þessum heimi, tákn erfiðleika sem okkur finnst svo oft ómögulegt að sigrast á. Við fyllumst örvæntingu og finnst allt svo ómögulegt. En þessar raunir eru ekki eitthvað sem ekki er hægt að sigrast á. Um síðir mun lægja og vorið koma og síðan sumarið með birtu og yl. í Biblíunni er talað um mann sem hét Job. Hann var maður guðhræddur, sem þýðir að hann trúði á Guð og óttaðist hann. Sagan greinir frá því að Satan hafi eitt sinn komið að máli við Guð og sagt að ef hann leyfði sér að leggja plágur á Job, myndi Job áreiðanlega hallmæla Guði og hætta að trúa á hann. Guð leyfði þá Satani að freista Jobs og leggja plágur á hann, til að reyna trú hans. Satan fékk þó ekki að leggja hendur á Job sjálfan. Brátt fékk Job hræðilegar fréttir. Vinnumenn hans komu hlaupandi og tilkynntu honum bæði mann- og skepnuskaða. Nautin höfðu öll drep- ist, líka ösnurnar, heilu hjarðirnar, úlfaldarnir, hirðsveinar höfðu verið drepnir og einnig höfðu synir Jobs og dætur dáið þegar húsið sem þau voru í hrundi ofan á þau. Job stóð upp, reif klæði sín og skar hár sitt, en í þá daga sýndu menn oft reiði sina á þennan hátt. Því næst féll Job til jarðar, tilbað Guð og sagði: ,,Drottinn gaf og Drottinn tók; lofað veri nafn Drottins." í öllu þessu hallmælti Job ekki Guði. Satan hafði tapað þessari orustu, en hann vildi ekki sætta sig við ósigur og kom því aftur að máli við Guð og vildi nú fá að leggja sjúk- dóma á Joþ sjálfan. Guð leyfði það en Satan átti þó að þyrma lífi Jobs. Lagði hann nú mikla sjúkdóma á Job, þannig að hann eltist um svo mörg ár í útliti á örskömmum tíma að jafnvel nánustu vinir hans þekktu hann ekki. Þrátt fyrir þessi miklu veikindi hallmælti Joþ Guði ekki. Hann stóðst raunina og ígegnum þessa reynslu kynntist hann Guði enn betur. Guð blessaði hann og gaf honum margfalt aftur það sem hann hafði misst, og Job lifði lengi eftir þetta. Þannig er það með okkur. Guð leyfir stundum erfiðleikum að koma í líf okkar, til að gera okkur enn hæfari til að þjóna honum. Hann elskar okkur og vill okkur allt hið besta. í Biblíunni stendur að hann agi þann sem hann elskar. Megi Guð blessa þig lesandi góður og gera þig að enn hæfari þjóni. Ritstjórinn

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.