Barnablaðið - 01.06.1981, Blaðsíða 12

Barnablaðið - 01.06.1981, Blaðsíða 12
12 gefið? Hvao getég Tabíta raulaói fyrir munni sér þegar hún var að sauma. ,,Grænu og gulu þræöirnir fara þessum kyrtli Ijómandi vel“, hugsaöi hún með sér er hún virti verk sitt fyrir sér. ,,Fátæka ekkjan veröur áreiöanlega glöö aö fá þennan fagra kyrtil", sagöi hún viö sjálfa sig. ,,Ég veró aö heröa mig viö saumaskapinn, því þaó eru svo margar fátækar ekkjur í borginni Joppe, sem þurfa á nýjum fötum aö halda". Tabítu féll vel aö sauma. Hún var fjarska greiðvikin og hjálpsöm. Henni varö hugsaó um allar ekkjurnar í borginni sinni, Joppe, sem áttu engan til aó annast um sig. Þær áttu enga pen- inga til aö kaupa mat og klæöi. Hvern sunnudag söfnuöu hinir kristnu saman peningum í sér- staka fórn, sem notuð var til aö kaupa mat handa fátæklingum og ekkjum. En þaö virtust aldrei nægir peningar til kaupa á öllu, sem þessar bágstöddu fjölskyldur þurftu meö. Tabíta ákvaö því, aö leggja fram aðstoð sína meö því aö kaupa fataefni og sauma föt. Þaö var yndi hennar aö ganga um göturnar í Joppe og færa ekkjunum nýjan klæðnað. Oft staönæmdist hún til aö horfa á bláma hafsins, og stóru skipin sem fluttu kornvörur til Joppe og annarra borga í Palestínu.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.