Barnablaðið - 01.06.1981, Blaðsíða 15

Barnablaðið - 01.06.1981, Blaðsíða 15
Barnablabiö tína nýútsprungin blóm og lítur vió og viö um öxl til öryggis. Nei, það er enginn á eftir henni. Loks kemur hún auga á Gústa. Hann er hálf reiður og tautar fyrir munni sér: ,,Alltaf þarf hún að eyðileggja allt. Nú kemst þetta sjálfsagt upp, og þá megum viö ekki borða þá.“ ,,Hvað megum við ekki borða?“ ,,Viö, segir þú. Ég er ekki að veiða fugla handa hverjum sem er. Við Kalli erum svangir og ætlum aö borða þá. Það er aö segja, ef viö fáum þá frið til þess.“ Kalli þaggar niður í Gústa og segir hug- hreystandi viö Grétu: ,,Ég treysti þér fullkom- lega. Það var annars hugsunarleysi af okkur að leyfa henni ekki strax aö koma með. Við skulum skipta veiðinni á milli okkar þriggja. Gústi lætur tilleiöast. Þeir sýna henni gildruna, sem þeir hafa verið að smíöa þarna í skjóli trjánna. Þetta er allra myndarlegasta gildra. Gréta segir hugsandi: ,,En hvað ég er fegin, að ég skuli ekki vera fugl.“ „Líminu stálum vió hjá fóstrunum," segir Kalli. Nú á ég bara eftir að bera þaö á fjölina þá er hún tilbúin, Gústi. Þá festist fuglinn og við eigum gott með að ná hon- um.“ ,,Ég er hérna með nokkur blómafræ, Kalli, ég ætla að strá þeim á enda fjalarinnar. Fugl- arnir vilja áreiðanlega fræ, af því að nú er snjór yfir öllu.“ Gréta horfir skelfd á þessar aðfarir. ,,Aum- ingja litli þrösturinn, sem á eftir að festast þarna.“ ,,Við erum alltaf svangir. Langar þig til aó deyja úr hungri, Gréta,“ segir Kalli ávítandi. Grétu verður hrollkalt. Hún lofar samt að segja engum frá þessu. 16. Lúðvík Daginn eftir fara drengirnir fyrir allar aldir á fætur. Þegar Gréta vaknar eru rúm þeirra auð. Allt hitt fólkið er enn í fasta svefni, og hún þorir ekki aó fara fram úr, til aö leita að strákunum. Ef svo slysalega vildi til, aö hún missti eitthvað niður eða þrusk heyrðist í útidyrunum, myndi hún fá skammir. Kalli og Gústi eru komnir uþp á hæðina, þar sem gildran er vandlega falin milli grænna greinaog mosa. „Þaðerfugl íhenni. Nei þeireru tveir. Sjáðu, þeir eru fastir!" æpir Gústi, fagn- andi. ,,Ég gef Grétu helminginn af mínum, Gústi. Þú þarft ekki aö vera leiður yfir því, að hún komst að leyndarmáli okkar." Nú fyrst vakna hin þörnin á barnaheimilinu. Fóstran lítur rannsakandi á Grétu. ,,Og þú segist ekki vita, hvar strákarnir halda sig.“ Gréta skrökvar ekki. Hún bara þegir. Einmitt í þeim svifum birtist hermaður. Hann heldur á stórri fötu fullri af kartöflum. Forstöðukonan horfir agndofa á hann, en hann segir: ,,Ég er að færa barnaheimilinu þessar kartöflur. Viö her- mennirnir vitum, að þaó er þröngt í búi hjá ykkur." Það glaðnar yfir forstöóukonunni. Á meöan hermaðurinn talar við forstöóukonuna, horfir Gréta á hann. Hermaðurinn sér þaö og virðir hana fyrir sér. ,,Ég held, ég viti hvaö þú heitir, þú heitir Lúðvík," segir Gréta feimnislega. ,,Já, það er rétt. Þetta er einkennilegt, ég kem því ekki fyrir mig, hvar og hvenær ég hef kynnst þér,“ svarar aðkomumaðurinn. „Segöu mér hvar við höfum sést áður, barnið mitt.“ Hann horfir blíður á þetta föla magra andlit. „Manstu ekki, þegar þú lentir bak við hlööuna heima. Viö vorum að skoða fallhlífina þína.“ Nú rennur upp Ijós fyrir honum. „Hvort ég man. Hvernig stendur á því, að þú ert hér núna?“ Gréta segir honum þá frá atburöarásinni og einnig því, að drengirnir séu hér líka. Forstöðukonan og Lúðvík eru ákaflega undr- andi yfir þessari tilviljun, en síðan tala þau um stríðiö. Telpan sér, aó nú er tækifærió komið. Gréta skýst út og hleypur eins og fætur toga í átt til skógar. Drengirnir eru ekki á sama stað og gildran var. Loks kemur hún auga á þá í dálitlu rjóóri. Þeir eru í óða önn aö reyta fiðrió af fugl- unum. Nú á að fara að steikja þrestina. Kalli ætlar að fara að kveikja upp eld í blikkdós. Aftur og aftur slokknar á eldspýtunum. Gústi beygir sig nióur og skýlir með hendinni. Þá tekst þeim aö halda eldinum lifandi. Allt í einu heyra þau þrusk bak viö sig. Þarna er maður. Þeim verður bilt við, er þau heyra karlmannsrödd. „Komið þið sæl, börnin góð.“ Lúðvík hefur laumast á eftir Grétu, þegar hann var búin að tala vió forstöðukonuna. Hann horfir brosandi á börnin og þá átta drengirnir sig strax. „Mér þykir þú vera mannglögg," segir hann við Grétu. „Þið hafið öll breyst svo mikið, að ég hefði áreióanlega ekki þekkt ykkur.“ Lúðvík lítur í kring um sig, og athugar, hvort það kynni að vera hætta á ferðum af eldinum í dósinni. „Hver veit, nema ég geti bragöbætt matinn ykkar,“ segir Lúövík íbygginn við strák- ana. Þeir horfa forvitnir á hann. Hann leitar í

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.