Barnablaðið - 01.02.1995, Side 3

Barnablaðið - 01.02.1995, Side 3
I upphofi... Veist þú hvað Barnablaðið er gamalt blað? Það er orðið 56 ára. í október 1938 kom fyrsta Barnablaðið út á Akureyri, það var átta blaðsíður, fullar af kristilegu efni fyrir ✓ börn. Arið 1952 fluttist blaðið til Reykjavíkur og í mörg, mörg ár hefur Fíladelfía forlag gefið Barnablaðið út. Núna get ég sagt ykkur svolítið skemmtilegt, blaðið er aftur komið til Akureyrar og það verður framvegis gefið út af Hvítasunnukirkjunni á Akureyri. Núna þegar nýtt fólk tekur við útgáfu blaðsins breytist auðvitað ýmislegt, þið eigið eftir að sjá það smám saman. Ég heiti Lísa og sé um að taka saman efni í blaðið, vitið þið að mig vantar eiginlega hjálp við það. Mig langar nefnilega til þess að í Barnablaðinu sé mikið af efni frá börnum og þess vegna bið ég ykkur um að hjálpa mér. Þið gætuð sent mér sögur sem þið hafið skrifað, bæði stuttar og langar og samið ljóð, (ég hef sérstaklega gaman af ljóðum). Auðvitað kunnið þið brandara og gátur, það þætti mér skemmtilegt að fá og auðvitað geta öll börn teiknað myndir. Þið vitið sjálfsagt að Barnablaðið er kristilegt blað, það þýðir að í því er efni um Guð og Jesú, Biblíuna og allt það sem stendur í henni, þið skuluð muna eftir því þegar þið sendið mér efni. Það er ýmislegt fleira sem þið getið sent í blaðið, til dæmis sagt frá bænasvari (ef þú hefur beðið Guð um eitthvað og hann hefur svarað bæninni, þá er það bænasvar). Þú getur líka gefið vitnisburð (þá segir þú öðrum frá því að þú ert Guðs barn og vilt fylgja honum). Ef þú átt skemmtilega ljósmynd þá þætti mér gaman að sjá hana og svo vil ég að þið segið mér frá því hvað þið viljið hafa í blaðinu okkar. Kannski get ég ekki sett allt það sem þið sendið í blaðið en ég ætla að lesa það allt vel. Þið þurfið að skrifa nafnið ykkar, heimilisfangið og aldur inn í bréfin svo ég viti nú hver sendir hvað. Utan á umslagið skrifið þið: „Barnablaðið pósthólf 208, 602 Akureyriy/. s Eg hlakka til að heyra frá ykkur öllum, Lísa 5 Biblíufræðslan 6 Framhaldssagan 9 Svona gerum við 11 Smásagan 12 Myndasagan Éfnisyfirlit 14 Hnoðri segir frá 16 Biblíuspæjararnir 19 Einu sinni var... 20 Heimsókn í kirkju 22 Úr ruslatunnunni Forsíðumyndin er tekin á Leikskólanum Hlíðabóli. Krakkarnir á myndinni heita Óli Dagur, Nína, Tinna og Ásta. Bamablaðið 3

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.