Barnablaðið - 01.02.1995, Side 11

Barnablaðið - 01.02.1995, Side 11
smásagan Gamli skipstjórinn hver vakti hann ? Ég skal segja þér merkilega sögu, sagði gamli skipstjórinn sem sat á móti mér. Já ég skal segja þér frá undarlegum atburðum, sagði hann, sem hentu mig þegar ég var á leið yfir Norðursjóinn á skipi mínu fyrir löngu síðan. Við sigldum fyrir fullum seglum norður eftir og vonuðumst til að ná heim fyrir jólin. Við vorum rétt undan Jótlandsströnd en ég hélt að við værum langt frá landi og þess vegna sagði ég við stýri- manninn minn að ég ætlaði að leggja mig um stund og hann ætti að vekja mig kl. tvö, því þá þurftum við að venda. Ég hélt að við hefðum nægan tíma og fór og lagði mig. Ég bað til Guðs og fól skipið og mannskapinn í hans hendur eins og ég var vanur. Ég veit ekki hvað ég hafði sofið lengi þegar ég heyrði að það var kallað á mig - skipstjóri ! Var hrópað. Ég er að koma, svaraði ég og dreif mig upp. Það fyrsta sem ég gerði var að gefa skipun um að snúa skipinu. Við höfðum varla lokið því þegar við sáum skelfilega sjón. Við sáum ægilegt brot til hliðar við skipið, einmitt í þeirri stefnu sem við höfðum áður siglt. Ef við hefðum ekki snúið skipinu á þessu- andartaki þá hefði skipið strandað og við ekki orðið til frásagnar. Ég sneri mér að stýrimanninum og sagði við hann; Það var alveg á síðustu stundu að þú vaktir mig. En ég vakti þig ekki, sagði stýrimaðurinn hissa. Þú baðst mig að vekja þig ekki fyrr en tvö. Ég flýtti mér að líta á úrið mitt, sagði gamli skipstjórinn og þá var klukkan ekki nema tíu mínútur yfir tólf. Ég sagði ekki eitt einasta orð heldur gekk niður í klefann minn og þakkaði Guði fyrir að bjarga okkur. Þegar við komum heim, rétt tímanlega fyrir jólin; þá sagði ég konunni minni frá þessu; hélt skipstjórinn áfram, hún spurði mig hvenær þetta hefði skeð og ég sagði henni að það hefði verið á mánudagsnóttina. Jæja, sagði hún hljóðlega, einmitt þessa nótt vaknaði litla stúlkan okkar og sagði; við verðum að biðja fyrir pabba og það gerðum við ölL Já svona er Drottinn góður endaði gamli maðurinn sögu sína. Bamablaðið 11

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.