Barnablaðið - 01.02.1995, Side 14
Hnoðri segir frá
SKUNKINUM
Nú skaltu halda fyrir
nefið, ég ætla nefnilega að
segja þér frá dýri sem gefur
frá sér verstu lykt í heimi,
ég ætla að segja þér frá
skunkinum.
Skunkurinn gefur frá
sér voðalega vonda lykt, en
þrátt fyrir það þá er hann
dýr með fallegan feld,
hann er svartur og hvítur á
litinn og á bakinu eru
rendur. Skunkar eiga
heima í holum niðri í
jörðinni og oftast koma þeir
ekki upp nema á nóttunni.
Skunkar geta ekki hlaupið
hratt og þeir geta heldur
ekki barist við önnur dýr
sem vilja ráðast á þá og
þá kemur nú vonda
lyktin þeirra sér vel,
hún verndar þá fyrir
óvinum þeirra. Veist þú
hvaðan vonda lyktin
kemur? Það veit ég, hún
kemur úr litlum poka undir
skottinu á skunkinum og
þegar hann verður
hræddur þá sprautar hann
vökva út í loftið sem ilmar
svona hræðilega illa. Flest
dýr verða veik af vondu
lyktinni og geta ekki ráðist
á skunkinn.
Þú skalt ekki vera
andlegur skunkur. Nú
skilur þú líklega ekki hvað
ég er að meina, ég skal gefa
þér dæmi: Þegar þú ert
óhlýðinn við foreldra þína
þá líkar Guði ekki það
sem þú gerir, hann
finnur af þér lyktina alla
leið upp í himininn. Jafnvel
þó þú sért í fínum fötum og
sért ný búin að fara í bað þá
kemur vond lykt af þér
þegar þú gerir ljóta hluti.
Það að hlýða foreldrum
okkar er mjög mikilvægt,
Guð ætlast til þess af okkur
að við hlustum á foreldra
okkar og gerum eins og
þeir biðja okkur um, jafnvel
þó okkur líki ekki
alltaf við það sem
pabbi og
mamma eru að segja. Börn
sem hlýða ekki eru andlegir
skunkar, Guð finnur vonda
lykt af því sem þau gera og
hann vill ekki finna lyktina
af óhlýðni.
Ekki vera andlegur
skunkur!
Hverju eigum við að
hlýða?
-gera pað sem við erum beðin
um að gera,
-koma heim á réttum tíma,
-læra heima,
-fara eftir umferðar-
reglunum,
-fara í rúmið,
-bursta tennurnar og muna,
eftir pví að sælgæti á bara að
borða á nammideginum.
Og auðvitað svo margt,
margt fleira. Kannski getur
þú búið til lista hér fyrir
neðan yfir það sem þú vilt
æfa þig í að hlýða. Ekki
gefast upp þó það gangi
ekki alltaf vel, mundu bara
að æfingin skapar
meistarann,
þinn vinur
Hnoðri
1.
2.
14
Bamablaðið