Barnablaðið - 01.02.1995, Síða 17
„Hættið þið nú að rífast og
þá skal ég finna góða sögu
til að segja ykkur." „O já,
gerðu það." Stebbi er fljótur
að reiðast en hann er líka
fljótur að gleyma og nú
hlakkar hann til að heyra
söguna hans pabba. „Mér
datt í hug saga um mann
sem við lesum um í
Biblíunni/// segir pabbi og
horfir á börnin sín og nú er
Kata fljótust að svara: "Æi,
segðu okkur frekar ein-
hverja spennandi sögu, um
glæpamenn og löggur sem
setja þá í fangelsi og
svoleiðis?" Pabbi getur ekki
annað en hlegið, „en Kata
mín," segir hann, „þessi
saga er einmitt um mann
sem tekur saklaust fólk og
setur þau í fangelsi, hann
var vondur maður, en svo
gerðist svolítið", pabbi
brosir enn. "Er það, eru
svoleiðis sögur í Biblíunni?"
Bæði Kata og Stebbi eru
alveg rasandi hissa. Já,pabbi
er alveg viss um það og þá
man Stebbi eftir einni og
hrópar upp; „ Sagan um
Davíð og Golíat, hún er úr
Biblíunni," hann hoppar um
gólfin og er virkilega glaður
yfir því að vita betur en
stelpurnar. „Einmitt," segir
pabbi, „við þurfum að
rannsaka hvað stendur í
Biblíunni svo við lærum að
þekkja Guð." „Rannsaka"
hlær Fanney: „eigum við
kannski að verða spæjarar
eða hvað, Biblíuspæjarar?"
Stebbi er líka farinn að
hlæja: „En fyndið, Biblíu-
Bamctblaðið —
spæjararnir það erum við."
„Jæja, Biblíuspæjararnir
mínir" segir pabbi og sest í
uppáhaldsstólinn sinn,
„eigum við að rannsaka
dularfullt mál í dag?" „Já
gerum það," segja krakk-
arnir og setjast öll niður til
að hlusta á sögu um löggur
og bófa.
„Það var einu sinni
fyrir mörgum árum, rétt
eftir að Jesús dó og reis upp
frá dauðum," byrjar pabbi
söguna: „Heilagur Andi
hafði fyllt lærisveinana
krafti og þeir sögðu öllum
sem hlusta vildu frá
Frelsaranum Jesú. Það voru
menn þarna í Jerúsalem sem
voru ekkert alltof hrifnir af
þessu og það hófust
ofsóknir gegn þeim sem
trúðu á Jesú." „Ofsóknir,
hvað er það nú eiginlega?,,
spyr Kata og pabbi útskýrir
það: „Það var hættulegt að
vera kristinn og þeir sem
sögðu öðrum frá trú sinni
gátu lent í miklum vand-
ræðum. Maðurinn sem ég
ætla að segja ykkur frá hét
Sál og við getum lesið urn
hann í Postulasögunni. Sál
var einn af þeim sem ofsótti
kristna menn í Jerúsalem."
„Váá hann hefur verið
vondur, algjör bófi." segir
Stebbi, honum líst vel á
þessa sögu. „Já," segir
pabbi, „hann þekkti Guð
ekki, en áfram nú með
söguna: Sál hafði fengið
leyfi til að fara í önnur þorp
og borgir til að elta þá uppi
sem trúðu á Jesú. Hann
ætlaði ekki að láta neinn
komast undan, konur, börn
né menn. Hugsið ykkur bara
þegar hann ruddist inn í hús
og handtók fólkið." Augun
hans Stebba eru næstum því
eins stór og undirskálar
þegar hann heyrir þetta:
„það væri svakalegt ef
einhver kæmi og setti okkur
í fangelsi bara út af því að
við trúum á Guð, alveg sama
þó við hefðum ekkert gert af
okkur." Pabbi er alveg
sammála: „Já það er ekki
réttlátt en svona var það nú
samt hjá Sál og svona er það
víða í heiminum. Sál trúði
því ekki að Jesús væri
frelsarinn sem allir
Gyðingar biðu eftir."
Fanney er óþolinmóð og vill
heyra meira; „ Hvað gerðist
svo?" „Sál ákvað að fara frá
Jerúsalem til Damaskus og
halda ofsóknunum áfram
þar," segir pabbi, „Dam-
askus var borg þó nokkuð
langt í burtu en Sál setti það
ekki fyrir sig. Eg er viss um
að það hefur frést til
bæjarins að Sál væri á
leiðinni og hinir kristnu hafa
örugglega allir verið að biðja
Guð um hjálp." „Hvernig
hjálpaði Guð þeim pabbi,
segðu okkur það?" Kata veit
að Guð svarar bænum og
þess vegna spyr hún. Pabbi
segir þeim það, hann les það
beint úr Biblíunni sinni: „En
pegar hann var á ferð sinni
komin í nánd við Damaskus,
leiftraði skyndilega Ijós af
himni. Hann féll til jarðar og
heyrði rödd sem sagði: Sál, Sál
----------------17