Barnablaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 23
Eftir rigningu rofar til
og ég sé þína miklu dýrð,
eftir rigningu.
Þá er glaðlegt
og betri fegurð þess
hef ég aldrei séð,
og þá er ég glöð.
Þá endar lóa
út í móa.
Eins og þetta væri kannski
ævintýraland.
Þess vegna skal ég segja,
að þið hafið leyft mér
að syngja fallegt lag.
Sandra Rebekka 7 ára
I lokin
Núna ert þú sjálfsagt búin að
lesa Barnablaðið upp til agna
og þess vegna ætla ég að
segja þér að næsta blað
kemur út í apríl og verður
með páskaefni. Þá færðu að
hitta Spæa aftur og við
heimsækjum Biblíuspæjar-
ana. Biblíufræðslan verður á
sínum stað og Hnoðri segir
okkur frá öðru dýri sem við
getum lært af. Ég ætla að
hafa eina eða tvær smásögur
með í blaðinu og vonandi
verðið þið búin að senda mér
mikið af sögum, Ijóðum,
vitnisburðum og myndum
sem þið hafið gert, eða
brandara, leiki, gátur eða
þrautir. Kristinn sögumaður
segir ykkur aðra sögu og við
kíkjum í ruslatunnuna. Ég var
næstum því búin að gleyma
einu, við heimsækjum
krakkana í Hvítasunnu-
kirkjunni á ísafirði í næsta
blaði og sjáum hvað þau eru
að gera og auðvitað margt
fleira.
Bless þangað til í apríl,
Lísa
Barnablaðið er gefið út af Hvítasunnukirkjunni á Akureyri, pósthólf 208 602
Akureyri, sími 96-12220, myndsendir 96-12231.
Ritstjóri: Anna Elísa, ábyrgðarmaður: Vörður Traustason, gjaldkeri: Ásdís
Jóhannsdóttir og útlitshönnuður: Arnar Yngvason.
Þetta tölublað er gefið út í 2000 eintökum. Um prentvinnslu sér Ásprent hf. Blaðið
er prentað á umhverfisvænan pappír.
Barnablaðið kemur út sex sinnum á ári (í febrúar, apríl, júní, ágúst, október og
desember). Blaðið er selt í áskrift á 1.850 kr. (1.750 kr. fyrir þá sem greiða með
kreditkorti) og í lausasölu á 350 kr. Áskriftartímabil er frá janúar til desember sama ár.
Uppsögn miðast við áramót. Vinsamlega tilkynnið ef breyting verður á heimilisfangi eða
áskrift. Barnablaðið hefur komið út síðan 1938
Bamablaðið
23