Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 26.03.1987, Qupperneq 8

Alþýðumaðurinn - 26.03.1987, Qupperneq 8
ALÞÝÐUMAÐURINN Útgefandi: Alþýðuflokksfélag Akureyrar Blaöstjórn: Oskar Alfreösson, Haraldur Helgason, Jórunn Sæmundsdóttir *7hr WtiflVPL* ' AkT^n>Sa, « ^ LJótel KE^ * >s.. J etórfundar a í^rt+ir S mSlOVjr Anna á NorBudandi á 'ista A^Buflo r . fundinum. Allir velkomnir. Valgerður Sverris- dóttir og fjölda- samtökin í fyrsta tölublaði fyrsta ár- gangs af blaðinu „Framsókn", sem Kjördæmissamband fram- sóknarmanna í Norðurlandi eystra hefur hafið útgáfu á, vitna ýmsir um sérlegt ágæti Valgerðar Sverrisdóttur, fall- kandidats „frammara“. Mesta athygli okkar hér á Alþýðu- manninum vöktu ummæli Svövu Aradóttur og Kristínar Jónsdóttur: „Við viljum sjá á Alþingi íslendinga konu, sem hefur heitið að stuðla að því og bæta lagalega, stjórn- málalega og atvinnu- lega stöðu kvenna. En það gerði Valgerður Sverrisdóttir, þegar hún ákvað að gerast félagi í Zontaklúbbn- um Þórunni hyrnu.“ Það er svona, þegar konur og karlar fara að starfa í fjölda- samtökum á borð við Zonta- klúbba, þá er aldrei friður eftir það, vegtyllurnar og ábyrgðar- störfin koma á færibandi. En spyrja má þær Svövu og Kristínu: hafur blessuð konan nokkuð að gera á þing? Eru ekki næg verkefni í Zontakl- úbbnum? Valgerður Sverrisdóttir: KEA og konur í „Frainsókn" Infrullublaði fram- sóknarmanna um Valgerði Sverr- isdóttur, sem dreift var í hús í þessari viku, var mikið gumað af þátttöku Valgerðar í stjórn KEA. Valgerður mun hafa átt setu í stjórn KEA frá 1981. Þegar ónefndur áttaði sig á þessari löngu setu frúarinnar í stjórn KEA þá varð honum að orði: „Ég er svo aldeilis hissa, frúin frá Lómatjörn, sem gumar svo mikið af því að vera málsvari kvenna! Þrátt fyrir að ég þykist fylgjast nokkuð með í atvinnulífi og víðar, þá minnist ég þess ekki að hlutur kvenna í ábyrgðarstöðum í KEA hafi aukist á þessum árum.“ Umsóknareyðublöð Húsnæðisstjórnar: „Að sjálfsögðu hjá lóðarskrárritara!“ í smáklausu annars staðar í blað- inu er sagt frá raunum ungs sam- býlisfólks í sambandi við glötuð réttindi til húsnæðismálastjórn- arláns eftir eins árs náms- og vinnudvöl í Danmörku. - Þegar aðstandendur þeirra fóru á stúf- ana til þess að athuga með rétt- indi til láns, kom fyrir spaugilegt atvik. Eins og við er að búast er engin skrifstofa þessarar mætu stofnunar nema í Reykjavík. Þangað var hringt og spurst fyrir um málin og skýringar fengust. En áður en í Ijós kom, að réttindi þeirra voru niður fallin, var skot- ið inn spurningu um, hvort eng- inn umboðsmaður væri fyrir stofnunina á Akurcyri - og svarið: „Jú, að sjálfsögðu fást umsóknareyðublöð á Akureyri.“ En hvar? „Nú, að sjálfsögðu hjá lóðaskrárritara!!!“ - Ja, að manni skyldi detta til hugar að spyrja! Frá upphafí hefur kjarni jafnaðarstefnunnar verið hugsjón, sú hugsjón, að það sé réttur sérhvers manns að lifa lífí, sem samrýmist sjálfsvirðingu hans, - lífí, sem geri hon- um kleift að vera frjáls, þroska hæfíleika sína og njóta réttmæts árangurs af iðju sinni. Sá, sem vill keppa að þessu marki og telur, að því verði ekki náð nema með skipulegu samstarfí og samhjálp, er jafnaðarmaður. —★— Jafnaðarstefnan stuðlar að jafnrétti allra manna til mannréttinda og mannsæmandi lífs. Og ungt fólk sem aðhyllist þessar hugsjónir myndar með sér félög sem nefnd eru Félög ungra jafnað- armanna. -★- I þjóðfélagi kommúnisma eða sameignarstefnu þjón- ar maðurinn ríkinu. Mark- mið jafnaðarstefnu er að ríkið þjóni manninum. —★— Jafnaðarstefnan miðar að réttlátu samfélagi og segir ranglæti, auðhyggju, sér- hyggju og forréttindum stríð á hendur. Jafnaðar- stefnan hefur frelsi, jafn- rétti og bræðralag að leið- arljósi. —★— Jafnaðarstefnan er stefna unga fólksins sem hugsar og vill breyta þjóðfélaginu í áttina til jafnaðar og rétt- lætis. —★— Enginn maður á fremur að þurfa að óttast um afkomu sína en frelsi sitt eða öryggi. Að öðrum kosti lifír hann ekki lífí, sem samrýmist sjálfsvirðingu, í þeim skilningi, sem jafn- aðarmann leggja í það orð. —★— Félag ungra jafnaðar- manna vill hvetja allt ungt fólk sem hefur trú á lýð- ræði og félagshyggju að taka þátt í starfsemi FUJ og baráttu jafnaðarmanna fyrir þjóðfélagi frelsis, jafnréttis og bræðralags.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.