Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.03.1886, Qupperneq 6

Sameiningin - 01.03.1886, Qupperneq 6
—2- breyting liefir eðlilega stór-mikið aí' nýjum nauðsynjum í för með sér. Fólki voru heima á Islandi er nauðsyn á mörgu og miklu, sem. mönnum er ekki þörf hér í landi; en aftr á hinn bóginn eru fyrir mönnum hér risnar upp margskonar mikilsvarðandi þarfir, sem menn ekki fundu til og ekki höfðu heima fyrir. Fyrir fólki nýkomnu hingað til lands, efnalausu, eins og allr þorri þess er, er fyrsta nauðsynin að koma svo ár sinni fyrir borð, að það geti lifað; lengra ganga kröfurnar eigi fyrir flestum fyrst í stað. Er nokkra lífvænlega atvinnu að fá ? það er fyrsta spurningin. Svo fer óðum nýtt og nýtt að verða nauðsynlegt: að læra hið almenna tungumál landsins, enskuna, að nema hérlendan verknað, að grœða dálítið fé, að eignast bújörð, hiis og heimili, að komast svo áfram, að maðr geti staðið jafnfœtis innlendu fólki, og þaraf leiðandi að ná hérlendri menntan, að fá skólagang fyrir œskulýðinn, hafa sitt eigið fréttablað, komast inn í stjórn- mál þessa frjálsa lands og jafnvel ná í embætti, og yfir höfuð komast inn í hverja þá stöðu í mannfélaginu, sem hvers eins hugr og hœfilegleikar helzt standa til. Enginn getr neitað því, að allt þetta getr verið og er íslendingum í Ameríku nauðsynlegt. A lslandi eru náttúrlega aðrar nauðsynjar ofaná. það, sem þar er sérstaklega talið og ugglaust er brýn nauðsyn fyrir þjóðina á þessum tíma, er meðal annars þetta : að meira stjórnfrelsi fáist, að búnaðrinn taki framförum, að verzlanin komizt í hendr lands- manna sjálfra, að mönnum notist til hlítar sínar eigin fiskiveið- ar, að ]?rifnaðr og híbýlaprýði verði meiri en almennt er enn, að læknamál landsins fœrist í betra horf, að samgöngur verði rnargfalt greiðari en er bæði á sjó og landi, að upp komi inn- lendr iðnaðr, að betri og meíri skólamenntan fáist bæði fyrir alþýðu og embættismanna-efni. Allt eru þetta vitanlega nauð- synjar. En engar af þessum nauðsynjum fyrir fólk vort hér í landi eða á íslandi standa við í stað. þær eru allt af smásaman að breytast. Vér lifum óneitanlega á frelsisöld og upplýsingar- öld, hvað sem annars má finna að þessum tíma, og á slíkri öld vaknar meðvitundin eða tilfinningin fyrir því, að mönnum sé margt nauðsynlegt, sem, ef til vill, engum datt í hug sem nauð- syn meðan minna bar á frelsi og upplýsing. þannig er margt nauðsynlegt á íslandi nú, sem ekki þótti og jafnvel eigi var það áðr. Og hér meðal Islendinga í Ameríku kemr allt af upp fleira og fieira, sem mönnum virðist sér og sínu fólki nauðsynlegt, og sem líka í sannleika er það. Margir ætla, að ef úr þessum nauð-

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.