Sameiningin - 01.03.1886, Page 9
að berjasfc fyrir tilveru sinni, fratnförum sínum, mermtan sinni,
vellíðan sinni, við brunn kristindðmsins, segjandi, biðjandi með
hinni samversku konu : “Gef mér þetta vatn”.
“Eitt er nauðsynlegfc”—þetta eina, að leiða allan lýð að lífsins
vötnum kristindómsins, til þess að þegar allar aðrar svalalindir
þorna upp eða geta ekki lengr tekið af mönnum þorstann—beil-
brigði, vinsældir, uppbefð, auðlegð, menntan, borgaralegt frelsi-—,
þá iiafi menn sarnt svölun, ánœgju, frið, sem heimrinn getr
ekki gefið.
það, sem belzt er verið að berjast fyrir af fölki þjóðar vorrar
beggja megin hafs, eins og af fólki annarra þjóða, auðr, menntan,
frelsi o. s. frv., er óneitanlega stór-mikils virði. það eru gœði, sem
drottni er hjartanlega þakkanda fyrir, ef fengizt geta. En þessi
gœði verða öll eða geta öll orðið að óblessan, að yopnum til dauða,
í höndurn þess manns, þeirrar þjóðar, sem er kristindómslaus.
Vér höfum enga trygging fyrir því, það eru enginlíkindi til þess,
að þjóð vor verði neitt sælli hér eða á Islandi fyrir vaxanda
auð, menntan, frelsi eða stundlega velmegun yfir höfuð, nema
með því einu mófci, að hún liafi kristindóminn fyrir sitt lífsakkeri.
“Eitt er nauðsynlegt”—þetta eina er oss nú sérstaklega nauð-
synlegt.
“Syndin er lands og lýða tjón”. Ef engin inótspyrna er gegn
syndinni, ef ekkerfc afl er í mannlífinu henni sterkara, þá treðr
h'inn einstaki maðr og almenningr vísan veg til heljar, grefr sína
eigin gröf, liversu mikið sem framförum til auðs, menntunar,
frelsis o. s. frv., þokar áfram. En það afl er, guði sé lof, til, sem
á stað gefcr komið þeirri mótspyrnu og orðiö syndinni yfirsterlc-
ara; það er kærleiksafl kristindíímsins, náð guðs í Jesú Kristi-
Og vantrúin, átumein mannlífsins, þjóðlífsins, heimslifsins, ormr-
inn, sem etr hjartað, slítr sundr hjartarœtrnar—það er hún, sem
er synd allra synda. “Eitt er nauðsynlegt”—það að brenna hana
burt úr lífinu, lijartanu. “Brann ekki lijarta okkar í okkr með-
an liann talaði við okkr á veginum og litlagði fyrir okkr ritn-
ingarnar ? ” scigðu hinir tveir lærisveinar Jesú á kvöldi upprisu.
dags meistara þeirra forðum. Kvöld má ekki yfir oss koma
fyr en vér getum sagt hið sama. Æfidagr hins einstaka manns
má ekki enda fyr en hann sér eilífðarljósið Jesú Krists og elsk-
ar það eins og sinn augastein.
Meðan ekkert sérlegt amar að í mannlífinu jarðneska, með-
an tómt meðlæti blasir við, sýnist oft svo að segja allt vera