Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1886, Síða 14

Sameiningin - 01.03.1886, Síða 14
—10— arinnar, sem hin í'yrsta sunmidagsskóla-lexía þessa ársijóröungs hefir inni að halda. þessi guöhræddi konungr var uppi nálægt heilli öld eftir fall Israelsríkis: Tveir næstu fyrirrennarar hans voru óguðlegir menn og þjónuðu heiðnum goðurn, og eðiilega var þá ekki skeytt um hið opinberaða orð drottins. Biblían, það er að segja lögmálsbók Mósesar, var týnd, þá er Jósías, barn að aldri, kom til ríkis. En þegar verið er að gjöra við musterið nokkrum árum síðar, þá finnr höfuðprestrinn Hilkías hana þar. Svo lætr konungr lesa sér hið heilaga orð, og verðr forviða. Hann sér, að blessun drottins er horfin frá þjóðinni sökum þess að guðs orði hafði eigi verið sinnt, biblíunni ver- ið kastað burt.—Hinn ókomni tírni, það, sem eftir er æfinnar fyrir hverjuin einstökum innan kristninnar, flytr honum ekki blessan guðs, ef kristindómsorðinu er eigi sinnt, ef heilagri ritn- ing er týnt. Slepptu ekki guðs orði, þú, sem hefir það, því þá er öllu sleppt. Fyrir mörgurn er lögmálsbók guðs týnd, og bók guðs evangelíí með ; líf þeirra er ekki á guðs vegi og hjartað lokað fyrir endrlausnarljósi Jesú Krists. Allir slíkir þurfa að finna aftr bókina drottins, lesa hana, elska hana, láta hans orð þar lýsa sér. þetta er hugvekja til allra kristinna safnaða og hvers mannsbarns með kristnu nafni,—það atvik, að lögmálsbókin fannst, þá er verið var að gjöra við musterið í Jerúsalem, getr minnt fólk í hinum nýmynduðu söfnuðum vorum hér í landi á þann sannleika, að öll vor safnaðamyndan er til ónýtis, ef biblían er í þessum söfnuðum látin vera týnd bók, bók, sem ekki er notuð, elskúð, höfð í heiðri, lifað eftir. Svo kemr næsta lexía, sem sýnir, hvernig eymd og óbless- an dynr yfir þann lýð, sem “týnir sinni biblíu”, snarar drott- ins orði burt og fótum treðr áminningar hans. I nafni drottins boðar Jeremías spámaðr, með hjartað fullt af harmi, þjóð sinni ókjör þau, sem hún með guðleysi sínu sé yfir sig að leiða, her- leiðinguna til Babylonar. því þó að Jósías konungr væri trúr drottni sínum og hefði orð hans í heiðri, þá hófst saina guð- leysi og áðr undir stjórn sona hans. Og því hlaut syndahegn- ingin að koma. Bergmálið af neyðarópi og örvæntingarkveini fiilksins herleidda til Babylonar berst til eyrna spámannsins all-mörguin árum áðr en herleiðingin fór fram (“Uppskeran er á enda, sumarið úti, og vér höfum ekki fengið hjálp • ”). þetta berginál minnir oss aftr á harmatölur hins herleidda lýðs eins

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.