Sameiningin - 01.03.1886, Side 15
—11—
og þær koina fram í 187. sálmi Davíðs (“I Babylon við vötnin
•ströng- vér sátum fullir sorgar” o. .s. frv.). Og Jeremías, sem
er svo fullr af harmi, þá er hann boðar sínu eigin fólki hinn
á dynjanda dóm, minnir ósjálfrátt á endrlausnarann meira en
6 öldum síðar grátanda yfir Jerúsalem, hennar syndum, hennar
vantrri, hennar yfirvofandi óförum með hin harmsfullu orð í
huganum: “'En þér hafið eklci viljað!”.
I 3. lexíu moetum vér Jeremíasi aftr. Flokkr einn af
hjarðmannafólki arabislcu, er hafzt hafði við austanvert við
landið helga, Rekabs-niðjar, hefir hrokkið undan her Nebúkad-
nesars Babylonar-konungs vestr yfir Jórdan til Jerúsalems, til að
liafa þar frið í hinni víggirtu höfuðborg Júdaríkis meðan hætt-
an stœði yfir. Yfirhöfðingi þessa flokks, meira en hálfri 3. öld
áðr á dögum Jehú konungs í Israelsríki (2. Kg. 10, 15), var
Jónadab, og hann hafði lagt þessum ættflokk sínum það fyrir,
að þeir slcyldi aldrei vín drekka, enga akryrkju stunda og ekki
búa f föstum bústöðum. Honum stóð stuggr af hinni svo
kölluðu menntan borgalífsins. Og Rekabs-niðjar héldu trúlega
boðorð hans. Á þetta bendir' Jeremías fólki sínu í drottins
nafni. Rekabs-niðjar hlýða samvizkusamlegaboði Jónadabs, hyggi-
legu, þeim blessunarríku, en þó að eins mannlegu boði; en söfn-
uðr guðs í Júda skeytir ekkert sáluhjálparboðskap drottins!
En hefir ekki söfnuðr drottins enn stór-mikið að læra af Rek-
abs-niðjum til forna ? Ertú, maðr, trúr drottni þínum ? Heldrðu
trúnaðarheitið, sem þú vannst frelsara þínum í œsku ? Og er
ekki ástœða til að setja drylckjuskapnum á þeim stöðvum, sem
]ni stendr, einhverjar skorður ? Er ekki bindindi enn nauðsyn-
legt ? Kemr ekk borgalífið eða hin öfuga hlið menntunarinn-
ar á þessari öld mörgum á kaldan klaka ?—það er satt: boð
Jónadabs til Relcabs-niðja var ekki í guðlegu umboði gefið, en
þó af því að þeir héldu það, þá leggr drottinn blessan yfir flokk-
inn. Og hann leggr enn blessan sína yfir þá, sem hrífa sjálfa
sig og aðra út úr siðaspilling aldarinnar.
4. lexía er sagan um það, hvernig eyðileggingin dundi yfir
Júda á dögum Sedekía konungs. Hin helga borg Jerúsalem er
brotin niðr, fólkið herleitt til Babylonar, konungrinn blindaðr
og sonum hans slátrað fyrir augum hans. Nebúkadnesar Ba-
bylonar-konungr með lífvarðarforingja sínum og hinum lieiðnu