Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.03.1886, Page 18

Sameiningin - 01.03.1886, Page 18
■14— ið áðr (iii hið volduga heiðna lieimsríki iell og hin mikla borg var tekin af Persum og Medum. þar er glaumr og gleði, þvf konungr sitr að stórveizlu með mesta grúa af- gœðingum. sín- um og kvennaskara. Allir drukku, karlar og konr, og hin helgu gullker, sem numin liöfðu verið rir musterinu í Jerúsalem, þá er sxi borg var unnin, voru höfð fyrir drykkjarílát, og af orð- um þeim, sem menn undir drykkjunni láta sór um munn fara; má sjá, að þeir setja sig út'til að láta sem dýpsia fyrirlitning fram koma fyrir guði Israelsmanna. þá sást hönd rita leynd- ardómsfull orð á hallarvegginn, sem enginn gat lesið eða skil- ið, nema Daníel einn, eftir að hans er seinast leitað. Hann las þar dóm drottins yíir konunginum, borginni, ríkinu. Og dómrinn dundi yfir áðr en dagr ljómaði.—TJm þessar ófarir Ba- bylonar spáir Esajas átakanlega í sinni spádómsbók 47. kap. (samanber líka 18. kap. í Jóh. Opinb.).—Hvað varð Babvlon að falli ? Sællífið og siðaspillingin, hrokinn og guðleysið. þegar ]ni mitt í nautn jarðneskrar sælu ert farinn að finna svo eða svo mikið til þín, líttu þá upp og hugsaðu um höndina, sem forðum reit á vegginn: “þú ert veginn og léttr fundinn ”. Sú hönd er enn á lofti. Hræðstu hana þangaö til þú ert orðinn auðmjúkr, iðrandi, guð-elskandi. Syngdu í hjarta þínu : “Höndin þín, drott- inn, hlífi mér ” o. s. frv, Menn lesi til að festa þessa lexíu sem bezt í huga sér hið fagra kvæði eftir Benedikt Gröndal út af 5. kap. í Dan. spád.- bók : “Rennur heilög Evfrats á”. 70 árum áðr en það gjörðist, sem frá er sagt í næstu lexíu, hinni 8., hafði Jeremías flutt sínu fólki í Jerúsalem svo hljóðanda spádóm: “þegar fullkomnuð eru 70 ár fyrir Babel, þá skal eg' vitja yðar og efna mín góðu fyrirheit viö yðr, að flytja yðr aftr á þennan stað” (Jer. 29,10). Ut af þessu varð það málvenja að tala um 70 ára útlcgð ísraels í Babylon (samanber Dan. 9, 2). En eig- inlega liðu ekki nema 60 ár frá því Jerúsalem var fyrst unnin af Nebúkadnesar og bvrjað var að flytja fólkið í iitlegð þangað (Daníel og þá, sem með honum fóru), og 50 ár frá því Jerúsalem féll og aðal-herleiðingin fór fram. Sama árið sem Sýrus Persa- konungr vann Babylon, gaf hann Israelsmönnum heimfararleyfi til hins helga lands þeirra, svo sem hér segir, og hafði Esajas (í 44. og 45. kap.) nálcvæmlega um allt þetta spáð meira enn 200 ár- um áðr,—þá er Sýrus gaf skipan sína um það að fólkið frá Júda,

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.