Sameiningin - 01.03.1886, Page 19
15—
sem upp frá þessu er oftast kallaS Gyðingar (þ. e.: Jvíd-ingar),
skyldi hverfa aftr heim í land sitt, þá var aS mestu leyti meðal
þeirra ný kynslóð fram komin, er bundin var stei'kum böndum
við það land, sem þeir voru fœddir í og þar sem margir voru
komnir til metorSa og í þægilegustu lífsstöSu. Fjöldi (42 þúsundir)
reif sig þó tafarlaust upp og flutti til hins auSa og niSr brotna
feSra-aSsetrs. Og þegar grundvöllr musterisins var á ný lagSr á
rústum hins gamla í hinu helga borgarstœSi, þá var bæði grátr og
gleðióp. Hver skilr ekki ]iennan grát og þessa gleSi ?■—Hefir þú
ekki, maSr, verið í ritlegS frá helgum staS, frá drottni þínum ? Ef
svo er, taktu þig upp tafarlaust meSan þú heyrir hina bjóðandi
rödd konungsins œðsta um að þú skulir aftr hverfa heim, og
segðu í hjarta þínu með hinum týnda syni í dœmisögu frelsarans
(Lúk. 15, 18): “FaSir, eg hefi syndgaS móti himninum og fyrir
þér og er ekki lengr verðr að heita sonr þinn”. þú, sem ert horfinn
frá kristilegri kirkju og hefir um lengri eða skemmri tíma ekki
skeytt þinni feSratrú, œskutrú, sáluhjálpinni, frelsaranum, hverf
þú aftr til Jerúsalem. Yertu með í því að uppbyggja Jerúsalems
múrveggi. Islendingar, veriS allir meS í því að reisa viS hið
hrynjanda eðr niðr hrunda musteri kirkju vorrar. LátiS eld-ri
skáld vor þurfa aS syngja yfir oss í Ameríku eða á Islandi:
“Kirkjan, kirkjan hún brennr ”,
Á fundi að Fögruvöllum í Víðinesbyggð, 6. Febr. 1886, sem fulltrúar úr hin-
um einstöku söfnuðum i Nýja íslandi sátuáaulc formanns og skrifara kirkjufélags vors,
út af sameiginlegum kirkjumálum jieirra, var ályktað :
Að hver söfnuðr fyrir sig byrji á )>ví að safna sér fé í sjóð, er síðar meir sé
varið til jtess að launa presti, sem nýlendusöfnuðir jtessir á sínum tíma kalla sam-
eiginlega ; ■ og ætluðust fulltrúarnir á, að þessi upphæð að minnsta kosti gæti safnazt
úr hverjum einstökum söfnuði á jjessu ári: Syðra Víðines-söfnuði $45.00, Nyrðra
Víðines-söfnuði $45.00, Árnes-söfnuði $30.00, Breiðuvíkr-söfnuði $60.00, Brœðra-
söfnuði við Islendingafljót $100.00, Mikley (þar er söfnuðr í rnyndan) $35.00. Og
var enn fremr ályktað, að sameiginlegr fundr skyldi haldinn í Árnesi í Árnes-byggð
næst komanda 30. Apr., og skyldi hver söfnuðr áðr hafa safnað þeirn fjárloforðum til
sjóðsins, sem hann gæti, og senda á }>ann fund að minnsta kosti einn þar til kjörinn
fulltrúa. Sá fundr skyldi svo tafarlaust skýra formanni kirkjufélagsins frá niðrstöðu
fundarins og ]>ví, hvernig fjársamskotunum liði í söfnuðunum.
J>á var rœtt um skólamál og nauðsynina á skólahaldi í hverjum söfnuði. En eng-
in önnur ályktan varð tekin þessu máli viðvíkjandi en sú, að undirbúa það til fundar-
ins 30. Apr. og taka þá einhverja fasta stefnu í því, þannig, að sem fyrst eftir það yrði
reglulegum skólum lcomið á í söfnuðum þessum.
Minnzt var á ályktan ársfundar kirkjufélagsins urn að safnað væri í hverjum
söfnuði dálitlu samskotafé í kirkjufélags-sjóð.—Margir söfnuðir kirkjufélagsins virðast
hafa gleymt þeirri sjálfsögðu ályktan. ]>að eru ársfundar-fulltrúar, sem sérstaklega
retti þar að láta til sín taka. Menn rnega ekki sofna út af frá sínum eigin ályktunum.