Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1886, Blaðsíða 2

Sameiningin - 01.08.1886, Blaðsíða 2
—82— veginn verið gjört svo sem þurft hefði meðal þjóðar vorrar. Henni er talsvert um það kunnugt, að vísindi þessarar aldar hafi margt að segja gegn því, sem kirkjan og jafnvel heilög ritn- ing kennir. En hún er varla neitt urn það frœdd í tímaritum eða bókurn, sem út korna nú á íslenzkri tungu, að kirkjan hafi neitt sér til varnar fram að bera frá vísindalegu sjónarmiði gegn þeim árásum, sem hún sí og æ verðr fyrir frá hálfu vísindalegra andstœðinga kristindómsins. þeim Islendingi, sem ekki er neitt kunnugt af bókmenntum annarra þjóða, mætti virðast tóm dauða- þögn vera í kirkjunni eða heiminum yfir höfuð andspænis hinurn ótal-mörgu vantrúarröddum, sem vissir ílokkar vísindainanna láta út frá sér ganga og sem bergmála frá fjölda fólks, er tekr við öllum kristindómsmótbárum sem góðri og gildri vöru með öllu rannsóknarlaust. Svo gjörsamlega ganga nútíðar-frœðirit þjóðar vorrar fram hjá hinni vísindalegu vörn frá kirkjunnar hálfu íyrir hinni kristilegu opinberan gegn þeim, er móti henni mæla í nafni vísindanna, að það er eins og engin slík vörn sé nú lengr til eða sé framar tekin til greina. Og þó er sannleikrinn sá, að mönnum hefir aldrei fyr á æfi kristilegrar kirkju tekizt eins vel að halda uppi vísindalegri vörn fyrir hinni evangel- isku trúarkenning eins og einmitt nú. Tala rita þeirra er legíó, sem nú koma árlega út á ýmsum tungum, til varnar grundvall- arlærdómum kristilegrar kirkju, þar sem vantrúarkenningar ald- arinnar eru vísindalega rannsakaðar, raktar og hraktar. Og það er komið svo langt, að hin vísindalega barátta gegn vantrú og kristindómsneitan virðist nú miklu fremr vera sókn en vörn. þUrn hina óvísindalegu baráttu mannlífsins milli trúar og van- trúar er hér auðvitað ekki að rœða.) Nútíðaralmenningi þjóðar vorrar er meira eða minna kunn- ugt um þá skoðan á kristindóminum, sem hinn svo kallaði Úní- tara-flokkr heldr fram, því að það er einmitt sama kenningin, sem Magnús Eiríksson, hinn alkunni íslenzki guðfrœðingr, boðar með svo mikilli alvöru oa' ákafa í ritum sínum. Únítara-flokkrinn o er reyndar engan veginn allr á sömu skoðan í hverju einu atriði, er trúna snertir. En þeim kemr öllum saman um eitt, það, að Jesús Kristr hafi að eins verið maðr. þeir neita allir í einu hljóði guðdómi hans. það er nú reyndar engan veginn svo, að Magnrís Eiríksson sé hinn fyrsti íslendingr, sem haldið hafi fram slíkum skoðunum á kristindóminum, því að sömu skoðanirnar ráða yfir höfuð íritum helztu maiina þjóðarinnar, jieirra, er uppi voru

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.