Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1886, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.08.1886, Blaðsíða 13
93— frelsara þínum líka. Láttu líf þitt elcki vera fyrir utan lmnn. Og vertu stöð'ugr í honum. Yertu í honum í gleSi þinni, og vertu í honum—ekki fyrir utan hann—í sorg þinni. Af hverju ber hin kirkjulega starfsemi manna í kristnum söfnuSum oft svo lítinn, og oft engan ávöxt ? Af hverju koma menn með kristnu nafni, menn, sem jafnvel virSast hafa all-mikinn kirkjulegan á- huga, einatt alveg eins fram í daglegu lííi sínu eins og þeir, sem aS öilu leyti standa fyrir utan hóp Jesú lærisveina ? Hví sést þar iSulega enginn munr ? Svarið er einfalt, ekki annaS en þetta: Af því að menn eru fyrir utan frelsarann. Menn halda kristindómi sínum fyrir utan sig. Sá, sem er í frelsaranum, hann ber mikinn ávöxt, og hann má biSja hvers sem hann vill, og þaS veitist honum. þegar þú ert í frelsara þínum, þá er vilji þinn auSvitaS allr annar en meSan þú ert fyrir utan hann, og bœn þín verSr þá eSlilega allt öSru vísi. GuSs vilji er þá þinn vilji og þú biSr þá ekki um annaS en þaS, sem drottinn vill og drottinn veit- ir. Bœn þess manns, sem heíir hjartað fyrir utan drottin, verðr aldrei heyrS. þarna er lykillinn að þeim leyndardómi, hvers vegna þeir, er skoða sig lærisveina Jesú, fá margsinnis enga bœn- heyrslu, þrátt f'yrir hið guSlega fyrirheit: „Hvers sem þér biSjið föSurinn í mínu nafni, þaS mun hann veita yðr“. Bœn þess manns, sem lifir í drottni, í honum, en ekki fyrir utan hann, er aldrei ónýt. Hann segir : „Án mín megnið þér ekkert“ ; en maSr- inn er án drottins, þegar hann er íyrir utan hann. Hver vill ganga á móti dauðanum og standa fyrir utan drottin ? Hver vill vera án drottins á hinni vondu tíð, þegar eigin vanmáttr er orðinn augsýnilegr og áþreifanlegr ? Berjist þá allir fyrir því, að þeir sé fast samvaxnir frelsara sínum, aS þeir geti fundiS hans mátt í sér, þegar eigin máttr er niðr brotinn, og geti heilsað upp á dauðann með skáldinu : „í Kristí krafti’ eg segi: kom þú sæll þegar þú vilt“. I ritgjörð um „alþýðumenntan" í „Fjallkonunni" (9. Júlí) stendr: „Á kristindómskennslu ætti eigi aS byrja fyr en sama áriS og börnin eru fermd, því að það er eigi einungis óbœtileg tíma- eySsla, heldr og hinn rnesti andlegr heilsuspillir fyrir ungling- ana að láta þá sitja vetrurn saman við að þylja upp aftr og aftr „lvveriS“ sitt, sein þáu náttiirlega aldrei geta skiliS og verða svo leið á, að þau íorSast að hugsa nokkurn tíma um efni þess, þeg-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.