Sameiningin - 01.08.1886, Blaðsíða 5
—85—
arnir keppa hver við aðra tneð ötulli starfsemi um það að ryðja
kristninni braut heima hjá sér og víðsvegar um önnur lönd
heimsins. Hin miklu brezku kristniboðsfélög starfa því nær um
allan jarðarhnöttinn. Einn einstakr utanþjóðkirkju-prestr, Gharles
Spurgeon, hefir á hverri viku fleiri lesendr að því orði, sem
hann boðar, heldr en allir hinir kristindómslausu rithöfundar 18.
aldarinnar frá þeim tíma allt fram á þennan dag. Hvoru meg-
in er þá framförin hér ?
Ekki er það heldr satt, að ríkiskirkjan enslca sé að breikka
trúargrundvöll sinn og foerast út á svæði það, er liggr fyrir utan
hina evangelisku játning. það er satt, að ýmsir mikilhoefír menn
í þeirri kirkjudeild hafa stefnt í þessa átt á þessari öld; og það
er einnig satt, að til eru prestar í ensku ríkiskirkjunni, sem
engum evangeliskum kristindómi trúa, og standa þó í kirkjunni
engu að síðr, af því þá skortir hug og drenglyndi til að standa
fyrir utan. En hitt er eins víst fyrir því, að sá flokkr, sem ræðr
í þeirri kirkju, er ekki flokkr vantrúarinnar manna, heldr hið
gagnstœða. Verkleg kristindómsstarfsemi hefir tekið stórkost-
legum frrmförum í ensku kirkjunni á síðustu fimmtíu árum.
Oss virðist óhugsanda, að Spurgeon eða Moody hefði getað leik-
ið þvi lofsorði á kristindómsstarf enslcu kirkjunnar á þeim tiina,
sern þeir hvor um sig hafa gjört nú. Hver myndi hafa talað
nm kristniboðsstarf ganganda rit frá háskÓlanum í Oxford eða
Cainbridge á dögum Montesquieu ? Rétt nýlega stóð Moody á
rœðupalli í Cambridge og stridentarnir þyrptust fram til þess að
heitbinda sig til að vinna fyrir Krist, hvert sem drottinleg for-
t|ón kallaði þá. Framför vantrúarinnar hér í hálfrar annarrar
aldar baráttu þarf þá ekki heldr að ofbjóða manni með krist-
inni trú.
Lítum nú til Ameríku. Á tímabilinu næst á eftir stjórnar-
hyltingunni niildu var lífsskoðan vísindamannanna frakknesku
með vantrú þeirra og guðsafneitan ráðandi meðal hinnar mennt-
nðu kynslóðar Vestrheims. Mcnn lesi lýsing á Yale College
eins og sá skóli var, þá er Timothy Dwight tók þar við, og beri
það saman við Yale Gollege eins og það er nú. Snemma á þess-
ari öld var það, að sendiherra frá Bandaríkjum í samningi, sem
hann fyrir hönd síns lands gjörði við ríki eitt, þar sem Múha-
meðstní var drottnandi, talar um Bandaríkin eins og ókristið
land. Hver sendiherra myndi nú á dögum dirfast að tala um
hina ameríkönsku þjóð eins ? Ekki dygði reyndar að neita því,