Sameiningin - 01.08.1886, Blaðsíða 3
um síSast liöin aldamót, t. a. m. Magnúsar Stephensens, nálega
að eins með þeim mismun, að þar sem þessir menn aldrei ganga
beint í berhögg viS trúarlærdóma kirkju vorrar eSa hinnar ev-
angelisku kristni yfir höfuð, segja aidrei hisprslaust, hvaS þeir
vilja hafa af numið í kenning kirkjunnar, þá kemr Magnús
Eiríksson ávallt til dyra eins og hann er lclæddr, neitar því með
berum orðum, sem hann getr ekki samrímt viS trúarskoðan
sína, lætr öllum skiljast, að hann heíir hug til aS halda sinni
trúarsannfœring á lofti, hvað sem þaS á að kosta fyrir hann.
Magnús Eiríksson varð hálf-gildings píslarvottr fyrir Unítara-
kenning sína, því fyrir þá sök að hann vildi ekki sigla undir
fölsku íiaggi, ganga að embætti í kirkjunni með þá kristindóms-
skoSan, sem hann haföi, þá lifði hann við sult og seyru lengst
af, og auk þess var honurn rir kirkjulegri átt fremr svarað meS
níSi og skömmum heldr en með vísindalegri eða trúarlegri al-
vöru. Enda er enginn vafi á því, aS kenning sú, sem hann boðaSi,
hefir, með fram sökum þess hvílíkr maðr hann var og með fram
sökurn þess hvernig meS hann var farið, fengið inngöngu í hjarta
margs íslendings, og að sú neitan á endrlausnarkenning krist-
indómsins, sem í sumum byggðarlögum Islands óneitanlega und-
ir niðri virðist vera ríkjandi hjá þeim, sem dálitla nasasjón hafa
af menntan, á sína aðalrót að rekja til rita Magnúsar Eiríks-
sonar. Og ekki þykir oss það nein furða, þó að sumir Islend-
ingar reyni til að halda únítariskum skoðunum á lofti eftir að til
Ameríku er komiS. það er eðlilegt, að þaS, sem hjartað er fullt
af, flói út af munninum í því landi, þar sem fullkomið málfrelsi
á heima.
þeir, sem lcenning Unítara fylgja meðal þjóðar vorrar, trúa
nú aS öllum líkindum á það, að það,er þeir skoða sannleika og
hinn œðsta sannleika, muni smásaman vinna sigr í heiminum.
Trúin lifir allt af í voninni um þaS, aS þaS, er hún aShyllist sem
sannleilca, muni á ókominni tíð yfirvinna og sigrinum halda.
Og trúin á kristindóminum andstœðar vantrúarskoðanir lifir
einnig í þeirri von. Menn með únítariskri trú heyrandi til
hinni íslenzku þjóð munu þykjast geta lesið einhver þau tímans
teikn, er á þaS bendi, að þeirra stefna sé meir og meir að ryðja
sér til rúms í hinum menntaða heimi. þaS þykjast að minnsta
kosti menn af sömu eSa svipaðri trúarskoðan meðal annarra
þjóða geta.
Nýlega hefir vísindamaðr einn að nafni Goblet d’ Al-