Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1886, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.08.1886, Blaðsíða 9
—89— ist hin inannlega sál hans angist. Hann skilr ]?ví vel angist- ina í hjarta þínu, veika barn jarSarinnar, þegar þú stendr fyrir frarnan þína píslarsögu. Og hann gefr styrk, líf og ljós þeim, sem í hans nafni ganga rit í myrkrið. I 7. lexíunni er Jesris að kenna lærisveinum sínum auömýkt. Hann gjörir þaS með líkingarfullri athöfn. Hann tekr vatn og gengr frá einum til annars af lærisveinum sínuin og þvær fœtr þoirra. Hann gjörði það meðan stóð á hinu heilaga borðhaldi páskamáltíðarinnar, þar sem liann flytr þeim sín mörgu og inn- dælu kveðjuorð áðr en hann gengr út í dauðann. I austrlönd- um gengu menn og ganga yfir höfuð enn daglega berfœttir, að eins með ilskó, er bundnir voru yfir bera ristina. þess vegna er fótaþvottr þar svo tíðr. það var starf þjóna að þvo mönnum um fœtrna. því vildi Símon Pétr í fyrstu ekki, að Jesús þvæi fœtr sína, því hann fann tíl þess að hann var herrann. En Jesús var kominn í heiminn, þó drottinn væri, einmitt til þess að þjóna öðrum. „Sá, sem vill vera fremstr yðar á meðal, hann sé þjónn yðar“, sagði hann við iærisveina sína við annað tœkifœri (Matt. 20, 27). Við páskamáltíðarborðiö stofnaði Jesús hina heilögu kvöldmáltíð kristinna manna, og fótaþvottr þessi er nokkurs lcon- ar skriftarœða stýluð til allra manna með kristnu nafni víðsveg- ar um heim til daganna enda. Gjörizt hver annars þjónar, kristn- ir menn, áðr en þér dirfizt að veita viðtöku þeim gjöfum, sem í kvöldmáltíð drottins eru syndugum mönnum fram boðnar. Lát- ið hrokann og kærleiksleysið hætta í hjörtum yðar, áðr en þér áræðið að nálgast hinn lifanda guð og tileinka yðr endrlausnar- náð hans hvort heklr við heilaga kvöldmáltíð eða endranær. Pétri þótti Jesús gjöra of lítið úr sér með því að þvo fœtr lærisvein- anna og koma þannig fram eins og lítilmótlegr þjónn. En þeg- ar Jesús tók fram, að ef hannfengi ekki .að þvo hann, væri þeir skildir að slciftum, þá lét hann að orðum hans mótþróalaust. Sumir láta sem þeim þyki guð hafa gjört of lítið úr sér með því að kotna hér fram í mannlegri þjónsinynd í persónu Jesú frá Nazaret og vilja svo ekki trúa boðskapnum um endrlausnina. þeir þykjast hafa svo mikla lotning fyrir guðdóminum, að þeir telja þaö óhœfu að trúa því að guð se maðr orðinn. En það er hroki, en ekki lotning fyrir guði, sem slíkri hugsan ræðr. þessir menn þurfa að þvost, ekki á fótum að eins, heldr allir. Óll lífs- slcoðan þeirra, hjartalagið, þarf að um skapast. það er ekki nóg

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.