Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1886, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.08.1886, Blaðsíða 8
—88— aSra: Hann varð að ganga í gegn um píslir og dauða til þess að verða vegsamlegr og til þess þar af leiðanda að ríki hans næði að ryðja sér braut til allra þjóða. En eins varð líka hver einstakr lærisveinn hans að ganga í gegn um harða dauðans baráttu til þess að geta komizt til dýrðarimmr. Yið þessar hugsanir dró upp dimmt sorgarský yfir sálu frelsarans, og hann segir þá : „Nú er sál mín óróleg“. Svo biðr hann angistarfullr: „Faðir, frelsa þú mig frá þessari stundu“. En óðar breytist bœnin, rétt eins og fám dögum síðar í Getsemane, svo að hann óskar eftir engu öðru en því að nafn himnaföðursins verði vegsamlegt, hans vilji verði, hvað sem það hljóti að kosta. þá heyrist himnesk rödd, sem fullvissar, að bœn hans sé heyrð. Sigri hrósandi talar Jesús nú um dauða sinn og hina blessunarríku aíleiðing af honum fyrir mannkynið þegar fólkið heyrir hann minnast á dauða sinn eða það að mannsins sonr verði „haíinn upp“, þá þykist það ekki geta samrímt þau orð við spádóma ritningarinnar um að ríki Messíasar eigi að standa um aldr og æfi. En Jesús leiðir þessa athugasemd manna í þetta skifti alveg hjá sér, en minnir þá að eins á það, að nú hafi þeir ljósið hjá sér, og því skuli menn nú nota sér þetta ljós, ganga í þessu Ijósi, trúa á ljósið.—Hve nær sem kristinn maðr mœtir heiðindómnum í lífínu innan eða utan kirkjunnar, þá hefir hann hvöt til að segja í hjarta sínu : „Tím- inn er kominn, að mannsins sonr vegsamist.“ En það lcostar á- vallt sjálfsafneitan, sára baráttu, og jafnvel dauða, að láta hina himnesku dýrð drottins koma fram. þú, kristna sál, nærð ekki til dýrðarinnar og þú getr ekki látið dýrðina drottins opinberast hjá öðrum mönnum, nema þú taldr á þig krossinn Krists. Segðu þá með heiðindóminn fyrir augum þínum ekki að eins': „Tíminn er kominn, að dýrð kristindómsins opinberist hér“, heldr og : „Tíminn er kominn, að eg gangi undir krossinn og deyi með drottni.11—„Til þess er eg kominn, að þessi stund komi yfir mig“, sagði Jesús. það var hin mikla stund sjálfsafneitunarinnar, þá er hann gekk út í píslir sínar, sem hann átti við. Til svarandi stund er til í lífi hvers sannkristins manns. Er þá sú stund komin yfir þig ? Eða áttu enn eftir að ákveða með sjálfum þér fyrir fullt og fast, hvort þú viljir fylgja frelsara þínum eða ekki ? Ef svo er, ákveddu það nú. Líf þitt má ekki enda, svo að þú hafir ekki áðr beðið af fullu hjarta: „Yerði þinn vilji, drottinn ; ekki minn, heldr þinn vilji! “—þegar frelsarinn hugs- aði til hinnar miklu stundar, sem fyrir framan hann lá, þá fyllt-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.