Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1886, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.08.1886, Blaðsíða 4
—84— viella, prófessor viö háskólann í Bryssel í Belgíu, samið trá- arfrœöilegt rit nm—]«iö er hann kallar—framförina í trúarstefnu manna á Englandi, Ameríku (nl. Bandaríkjum og Canada) og Indíum (Austr-Indíum). Höfundrinn gengr enn lengra í krist- indómsneitan en vanalegir Unítarar. Honum virðist allt benda til þess að kristindómrinn sé að umskapast í hreina og beina skynsemis-skoðan í öllum þessum meginbólum heimsins, þar sem ensk menntan heíir nii ríki, og að nú sé húið að sanna það til fulls, að hin kristna opinberan sé elcki nema hugarburðr og vís- indin sé búin að kollvarpa gjörvallri biblíunni. Riti þessu hefir verið snúið á enska tungu rétt fyrir skömmu, og um leið og út- koma þess hór er gjörð kunnug, kemr Philadelphia Sunday School Times með ritgjörð, sem með skýrum rökum sýnir, að á- lyktanir höfundarins sé alveg skakkar, svo skakkar, að þar sem honum virðist kristnin vera að visna upp og deyja í hinum þremr áminnztu löndum, þá sé það einmitt teikn tímanna, að hin ev- angeliska kristindómskenning hafi aldrei áðr haft slíkt aðdrátt- arafl á huga almennings eins og einmitt á þessum tíma. ])að er sannað þar svo, að eigi verðr á móti mælt, að víðsvegar um hinn ensku-talanda mannheiin er evangelisk kristni, ekki únítarisk kenning, að ná meira og meira ríki yfir hugsunarlífi manna. Kristnin, það er að segja trú á hið kristilega endrlausn- ar-evangelíum, er í framför, enn ekki aftrför í heiminum. Yér gefum lesendum vorum hér næst á eftir brot af nefndri ritgjörð út af því, sem d’ Alviella vill sannfœra menn um í sinni bók. ]>aÖ er hér um bil hálf önnur öld síðan heimspekingrinn Montesquieu heimsótti England. Og er hann kom aftr heim til Frakklands, skýrði hann frá því, að megn siðaspilling ætti heima íiieðal menntaða fólksins í Englandi, og því með, að kristn- in væri þar nálega alveg út dauð. „Trúin er dauð í Englandi“, sagði hann; „sé á trúna minnzt, þá hlær hver maðr hisprslaust“. Svona leit aðgætinn og óhlutdrœgr vísindamaðr á hina brezku þjóð fyrir þá kynning, sem hann hafði af henni við komu sína til Englands fyrir 150 árurn. Hiin kom honum fyrir sjónir sem algjörlega gengin vantrúnni á hönd. En lítum nú á England eins og það er nú á þessurn tíma, og athugum, hvoru megin fram- förin er. Hver grein þjóðlífsins sem nú er slcoðuð, þá er hún gagnsýrð af kristindómi. Ríkiskirkjan og utanþjóðkirkju-flokk-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.