Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.09.1886, Side 3

Sameiningin - 01.09.1886, Side 3
—99— nauðarstööuna stórum, og breytir henni í allt aðra, margfalt manmiðlegri mynd heldr en hvervetna í heiðingja-löndunum, og boðar stöðugt vissa von um algjört mannfrelsi. Og vonin rœttist með hinum fyrirheitna frelsara. Yér lesum í Lúk. 4,16 o. n. v. um Jesúm Krist, að þá er hann, nýkominn frá skírn sinni í Jórdan og freisting sinni í eyðimörkinni, heimsœkir œskuað- setr sitt Nazaret og gengr þar inn í samkunduhúsið, þá er hon- um fengin spádómsbók Esajasar í hendr. Hann flettir upp bók- inni og les þar þessi orð: „Andi drottins er yfir mér; þess vegna hefir hann smurt mig til að flytja fátœkum gleðilegan boðskap, sent migtilaðboða herteknum lausn, blindum, að þeir fái sýn sína aftr, láta hina þjáðu lausa, og að kunngjöra hið þóknanlega ár drottins". Og er hann leggr bókina aftr, segir hann: „I dag hefir þessi ritning rœtzt fyrir yðrum eyrum“. ]);ir sem í spádómi þessum er nefnt „hið þóknanlega ár drottins“, þá er þar átt við hið fullkomna frelsistímabil, sem kristindómrinn átti af sér að geta, og sem bæði hið svo kallaða sabbatsár, er halda skyldi í ísrael 7. hvert ár, og eins hið svo kallaða júbílár, er hald- ið var 50. hvert ár, átti að fyrirmynda. En í guðs lögmáli, sem Israel lifði undir, stóðu þessar ákvarðanir : „Ef þú kaupir hebresk- an þræl, þá skal hann þjóna þér 6 ár, en á 7. ári skal hann fara frjáls ókeypis“ (2. Mós. 21, 2). Og: „þú skalt halda heilagt hið 50. ár, og boða frelsi í landinu fyrir alla þá, sem búa í því“ (3. Mós. 25, 10). Með Jesú Kristi er hinum ánauðuga mannheimi upp runnið endalaust sabbatsár, eilíft júbílár. Upp frá þeirri stund, er frelsarinn er kominn fram á sjónarsvið heimsins, má heyra guðlega kærleiksrödd, sem segir, ekki við ísraelsþjóð eina eins og forðum við Sínaí-fjall, þá er hin 10 boðorð voru fyrst birt mönnum, heldr við hvert einstakt mannsbarn af öllum þjóð- um heimsins: „Eg er drottinn þinn guð, sem leiddi þig út úr þrældómshúsinu". þrældómr getr ekki lengr staðizt en þangað til náð guðs í Jesú Kristi er orðin að ríkjanda lífsafli í hjarta mannsins. þá er mannkynið hetir eignazt himneskan frelsara, sem af óendanlegum kærleik gengr í dauðann, kvalafullan krossdauða, fyrir hina bágstöddu dauðans kynslóð, og lætr svo boða hverri einstakri sál: „þú átt að elska guð af öllu hjarta og náunga þinn eins og sjálfan þig“, og: „Af því skulu allir sjá, að þér eruð mínir lærisveinar, að þér elskið hver ann- an“, og: „það, sem þér viljið að mennirnir gjöri yðr, það eigið þér einnig þeim að gjöra‘“ og: „það, sem þér gjörðuð einum af

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.