Sameiningin - 01.09.1886, Qupperneq 4
■100—
þessum mínum minnstu brœSrum, þaS liafið þér einnig gjört mér“,
og þá er maðrinn í sannleika trúir á þennan frelsara, þá hljóta
allir þrældómsfjötrar í mannfélaginu aS hrökkva í sundr eins
og brunninn þráSr. Fyrir þessa sök er þaS, aS kristindómrinn
kemr ekki meS neitt sérstakt boSorð, er banni mónnum þræla-
hald. þaS er af sjálfu sér upp haiiS meS Kristi fyrir alla þá, er
vilja frjálsir vera.
En vilja þá ekki allir vera frjálsir ? Jú, vér höfum hér
að framan gengið út frá því, að allir þrái frelsi og aS hjarta
mannsins elslci það ósjálfrátt. En þar áttum vér nú eiginlega
við líkamlegt frelsi, frelsi meS tilliti til líkams og lima, frelsi
meS tilliti til eigna og atvinnu, frelsi meS tilliti til daglegs bauSs,
frelsi hið ytra. Og þaS er sjálfsagt einkanlega þetta frelsi, sem
menn höfðu fyrir augum, þá er menn fýstust að flytja sig til
þessa lands og sem menn vonuSu að finna á hærra stigi hér heldr
en heima, öldungis eins og forfeðr vorir fyrir þúsund árum, þá
er þei'r tóku sig upp frá Norvegi og leituðu til Islands. Slíkt
frelsi er líka meira en lítils virði. En það er til annað frelsi,
sem er enn þá miklu œSra : ]iað er frelsi fyrir hinn ódauSlega
anda mannsins til aS lifa stöSugu samlífi með guði, frelsi til að
þjóna drottni himnanna, frelsi til aS láta guðsmyndina í sínum
innra manni liía og þroskast og fullkomnast, frelsi til að leita og
njóta himneskrar sælu, frelsi til aS keppa til himins, andlegt
frelsi og eilíft frelsi. þó vér hljótum aS ganga ú.t frá því, að all-
ir vilji vera frjálsir hiS ytra, þá fer því alveg fjarri, aS allir
ir sœkist eftir þessa andlega frelsi. Saga mannkynsins á öllum
öldum, saga þjóSanna, saga einstakra inanna sýnir og sannar full-
lcomlega hina almennu þrá í mannlegu eðli eftir hinu ytra frelsi;
en hún sannar engu síSr hitt, að það er rík tilhneging til í mann-
eSlinu, getnu og fœddu í syndinni eins og það er, til að flýja og
forðast sitt eigiS andlegt og eilíft frelsi, tilhneging til aS geta
hinuin illu öflum sálarinnar lausan tauminn og þannig láta guSs-
myndareSli sitt hneppt í dauSans fjötra. MaSrinn vill vera
líkamlega frjáls, en á móti hinu andlega frelsi sínu berst hann
oft jafnvel fram í dauðann. Menn leggja einnatt lífið í sölurnar
til að losa sig og aSra viS líkamlegt ánauSarok, en undir andlegt
ánauðarok einstakra manna eða mannflokka hlaupa menn iSu-
lega glaðir og ánœgðir. því kemr úr kristindómsins átt aðvör-
unin : „Yerið ekki manna þrælar“. þaS er hinn andlegi þræl-
dómr miklu fremr en hinn líkamlegi þrældómr, sem guðs andi í