Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1886, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.09.1886, Blaðsíða 7
—103— vissulega munt þú þar finna frelsi. Gættu aS : þú segist ekki vilja vera manna þræll, og þa'S er rétt. En þeir, sem snúa bak- inu aS kristinrlóminum og aöhyllast einhverjar hinna mörgu kristindóminum andstœSu svo kölluðu frelsiskenninga, sem þessi Öld heldr aS mönnum í rœðum og ritum, hvaS gjörast þeir ? þeir gjörast nú einmitt manna þrælar, því þeir gefa sig fangna undir vantrúar- og guSleysis-skoðanir þær, sem aSrir menn hafa upp fundiS og þeirra lærisveinar í fyrsta, annan, þriSja, eSa jafn- vel hundraðasta lið halda á lofti. þeir taka þær oft hugsun- arlaust og sannfœringarlaust eftir þeirn, sem ganga í hroddi fylkingar fyrir spilltum og afvega leiddum aldarhætti, öldungis á sama hátt eins og svo margr heimskingi, kona eða karl, hér og annars staðar, hugsar um þaS fyrst af öllu með tilliti til fatasniSs og klæðaburSar aS tolla í tízkunni. þaS er fullt upp af slíkum manna þrælum, ósjálfstœöum, sannfœringarlausum þrælum venj- unnar og aldarháttarins bæði í líkamlegum og andlegum efnum bæSi fyrir utan og innan hinn lcristna söfnuS. Og til þeirra er stýluS aSvörunin: „Verið ekki manna þrælar". En þegar þess- ari aSvörun er beint aS almenningi, þá er rétt við því að búast, að mörgum verði aS segja í hjörtum sínum bæði meSal þeirra, sem ákveSnir kunna aS vera í því að vera móti kristindóminum og kristilegri kirkju, og eins hinna, sem þykjast vera einlægir kristindómsvinir: „Aldrei höfum vér veriS þrælar nokkurs manns“. Gyðingar svöruðu Jesú svona forSum, þá er hann sagSi viS þá : „Ef aS þér haldiS stöðugt við mitt orS, þá eruð þér sannarlega mínir lærisveinar ; þér munuS þekkja sannleikann, og sannleikrinn mun gjöra yðr frjálsa" (Jóh. 8, 31-33).—þú van- trúar maðr, þú kristindómsneitari, þú vilt vera frjáls; vertu þá ekki manna þræli. Vertu ekki aS ílýja ímyndaSan þrældóm til þess að varpa þér með lífi og sál í virkilegan þrældóm. Taktu eftir rödd, ef til vill nú orSiS undirrödd, daufri og lítt heyran- legri, í samvizku þinni, sem segir : þú ert ekki frjáls. þú ert vansæll, huggunarlaus, vonlaus þræll, sannfœringarlaus þræll annarlegra vantrúarskoSana, bundinn og hjálparlaus þá er dimma tekr af nótt og þú stendr viS fortjald eilífSarinnar.—Og leyfðu þá frelsaranum aS slíta af þér þrældómsböndin og gefa þér frelsi guSs barna. „Ef að sonrinn gefr ySr frelsi“, heyrum vér Jesúm segja (í Jóh. 8, 36), „þá munuS þér verSa sannarlega frjálsir". Og hann segir líka : „KomiS til mín allir þér, sem erviðiS og þunga eruð hlaSnir ; eg vil gefa ySr hvíld. TakiS á ySr mitt

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.