Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1886, Síða 9

Sameiningin - 01.09.1886, Síða 9
—105— manna þrælar“, og þessi: „Sérhver haldi sannfœring í huga sín- um“ (Róm. 14, 5). SÁLMABÓKIN NÝJA, sem hin íslenzka þjóð og lcirkja hefir nú í'engiö, er ööru vísi heldr en margr hefði við búizt eftir því ástandi, sem kirkjulífið íslenzka og stjórn kirkjunnar á Islandi er í. Yfir því hefir einatt verið kvartað, og vissulega ekki ástœðulaust, að meðan svo margt væri að breytast eða taka stakkaskiftum í þjóðlífi Islands, meðan þjóðin væri að berjast við að fylgja með framfara- straumi annarra þjóða á þessari byltinga- og breytinga-öld að því er stjórnmál, atvinnumál og menntamál snertir, þá stoeði kirkjan íslenzka grafkyrr, héldi sór óhreifanleg í sömu sporum, hugs- aði eklci lengra en að höggva allt af ofan í sama farið. það getr varla sagzt, að lengi, lengi hafi bólað á neinum nýjum lífs- hreifingum í kirkjunni á íslandi. Og að minnsta kosti sýnist stjórn kirkjunnar þar að hafa verið ákveðin í því að kæfa þær niör, ef á þeim bæri, og að halda öllum hinum ytri umbúðum kirkjunnar í óbreyttu gömlu formi, því formi, sem tíðkazt hefir síðan um síðustu aldamót og að sumu leyti miklu lengr. það bólaði á nýrri lífshreifing um árið, þegar flokkrinn í Reyðarfirði vildi hafa þann prest, sem hann kaus sér. Og það bólaði einn- ig á nýrri lífshreifing, þegar séra Lárus Halldórsson vildi losna við seremoníur kirkjunnar sem bindanda lögmál. En á móti hvorri tveggja lífshreifing þessari reis stjórn kirkjunnar öndverð. Reyðarfjarðarflokkrinn varð að draga sig út úr þjóðkirkjunni og og séra Lárus eins. það virtist mega draga þá ályktan af þessu : Kirkjan íslenzka, eða að minnsta kosti stjórn hennar, þolir enga breyting. Hún á eigi að svo stöddu annars úrkosti heldr en að halda sér uppi í sama steingjörfíngsforminu og áðr.—En nú kemr sálmabókin nýja, og talar stórum á móti þessu. það er ný sálmabók í eiginlegri orðsins merking. það er mikið og gott verk, sem langt tekr fram öllum þeim sálmabókum, sem hin ís- lenzka kirkja hefir áðr eignazt. Bók þessi ber þess ómótmælanlegan vott, að hin kirkjulegu skáld þjóðar vorrar að minnsta kosti eru ekki hrædd við að breyta frá gömlu formi með tilliti til sálma- söngsins. Og þar sem prestarnir á „synodus" ásamt biskupi koma sjer saman um að senda bœn út til Kaupmannahafnar urn að bók þessi verði löggilt fyrir íslenzku kirkjuna, þá er

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.