Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.09.1886, Page 16

Sameiningin - 01.09.1886, Page 16
—112— Allt til þessa hafa menn ekkert vitað um villukenning þessa flokks nema af ritum guðfrœðinga innan kirkjunnar. En nú hefir dr. G. Shepps í W&rzburg í J>ýzka- landi fundiö gamalt handrit, sem á eru 11 trúarfrœðilegar ritgjörðir, er fullyrt er að hljóti að vera eftir Prisallian, og hefir Shepps haldiö fyrirlestr um þennan fund sinn í vísindafélagi nokkru þar í Wurzburg í siðast liðnum Maímánuði og síðan gefið hann út í bókarformi. Hið nýfundna rit þykir þýðingarmikið ekki einungis að því leyti að það sýnir svo áreiðanlega, hvað þeir Priscillian kenndu gagnstœtt hreimim kirkjulœrdómi, heldr og að því leyti að það upplýsir sögu bókanna i nýja testamentinu í mörgum greinum.'—Kirkjulegum visindamönnum þykir þessi fundr allt að því eins merkilegr og fundr ritsins „Kenning hinna 12 postuIa“, sem áðr hefir verið á minnzt í ,,Sam.“ Múmíur heita hin smurðu lík Forn-Egypta, sem finnast í mergð ósködduð eftir allar þessar mörgu aldir víðsvegar um Egyptaland. |>au eru venjulega í umbúðum all-miklum, og þar með fylgir upplýsing um það, hver hinn látni maðr hafi verið. —Fyrir 3 árum fannst eins konar jarðhús, þar sem safn af vnímíum geymdist, á af- viknum stað í Efra-Egyptalandi, er Dayr-el-Bahari nefnist. Múmiu-s,a.ín þetta hefir síðan verið flutt á fornmenjasafnið egypzka í Bulak, nálægt Cairo, við Níl í Neðra. Egyptalandi, og forstöðumaðr fornmenjasafns þessa, prófessor Maspero, hefir nú á þessu sumri tekið umbúðirnar af múmíunum og gefið um það nákvæma skýrslu. Tvær af múmíurn þessum eru af hinum frægu fornkonungum Egypta Rameses 2. og Rameses 3. Hinn fyr nefndi þeirra er talinn sami konungr og sá, er sagnarit- arar Grikkja nefna Sesostris. A hans dögum er talið að fornegypzk menntun hafi staðið hæst og hann var einhver hinn frægasti herkonungr í sögu Egypta. Hann snertir hina helgu sögu biblíunnar, því að í œsku var hann félagi og fóstbróðir Mósesar við hina egypzku hirð, og það var hann, sem harðastri kúgun beitti við Israelsmenn. ________________________________________________ tKTSkýrsla um 2. ársfund kirkjufélags vors, sem haldinn var á Garðar í Dakota 30. Júní til 2. Júlí síðastl., er til sölu hjá öllum ársfundarfulltrúum víðsvegar um söfnuði félagsins, svo og hjá útgáfunefnd ,,Sameiningarinnar“ í Winnipeg. iCT’Útgáfunefnd ,,Sam.“ slcorar vinsamlega á þá af áskrifendum blaðsins, sem borgun fyrir það er ekki enn komin frá, að flýta nú borguninni sem mest, þar sem árgangrinn er meira en hálfnaðr. K3T J>eir, sem á þessu sumri eru komnir eða koma til Ameríku frá Islandi, geta fengið þann helming, sem eftir er, af þessum árgangi ,,Sameiningarinnar“ fyrir hálf- virði (25 cents í stað 50 cents), ef þeir snúa sér til útgáfunefndarinnar, eins hinn út komna helming (1.—6. nr.) fyrir hálfvirði, 25 cents, að svo rniklu leyti sem ,,upp- lagið“ hrekkr. |>essi verðlækkan er eingöngu fyrir þessa árs vestrfara. K3T Um leið og einhver kaupandi blaðs þessa skiftir um bústað, þágjöri hann svo vel, að senda útgáfunefndinni lfnu um hina breyttu utanáskrift til hans, svo blað hans verði sent þangað sem það á að fara. “SAMEININGIN” kemr út mánaðarlega, 12 nr. á ári. Verð i Vestrheimi $1.00 árg. ; greiðist fyrirfram.—Skrifstofa blaðsins : 190 Jemima Str., Winnipeg, Manitoba, Canada.—Útgáfunefnd: Baldvin L. Baldvinsson, Jón Bjarnason (ritstj.), Friðjón Friðriksson, Páll S. Bardal (féhirðir), Magnús Pálsson. Prentað hjáMcIntyre Bros., Winnipeg, af Bergvin Jónssyni.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.