Sameiningin - 01.11.1886, Blaðsíða 7
—135—
samlega að því að ná öllum unglingum þjóðflokks vors, sem upp
vaxa á þeirra stöðvum, með fullkominni sannfœring inn í þenn-
an félagsskap. það' eru reglumennirnir, sem fyrst eiga aff
ýara i bindindi. þá er trygging fengin fyrir því, að bindindisheit-
ið verði áreiðanlega haldið. þá er lítil hætta fyrir því, að blótað
verði á laun í bindindisfélaginu, sem allt af er hætt við, ef
frumstofn þess er mestmegnis fyr verandi drykkjumenn. Yæri
allir vorir reglumenn gengnir í bindindi og héldi áfram að vera
í þeim félagsskap til enda, og til annars hefði þeir enga freisting,
ef þeir að eins byrjuðu, þá myndi líka allir unglingar vorir fylla
þann hóp áðí en þeir lcœmist á bragðið, og þá væri brunnrinn
hyrgðr áðr en harnið dytti ofan í hann. Hófsmennirnir fullorðnu
meðal fólks vors eiga að upp ala hina upp vaxandi kynslóð til
bindindis. það eru þeir, sem eiga að ganga á undan. það er gott
og sjálfsagt, að reyna að fá drykkjumanninn til að hætta að
drekka, og það er auðvitað eitt atriði í bindindis-starfseminni;
en af því að reynslan sýnir, að allr þorri slíkra manna stendr
ekki stöðugr, þá dugar yfír höfuð að tala ekki að byggja bind-
indis-félagsskap á slíkum mönnum. Og aldrei þurfa menn að hú-
ast við því að löggjöf landsins hlynni neitt að ráði að því að út
rýma sínum drykkjuskaparstofnunum fyr en fram á leiksvið-
ið er komin ný kynslóð kvenna og karla, sem hefir verið upp al-
in til bindindis. Og er það ekki kristin kirkja með hinn guð-
dómlega kærleik í merki sínu, sem hér á að láta til sín taka
þjóðunum og einsaklingunum til frelsis ?
SÁLMABÓKIN NÝJA.
(Niðrlag).
Af frumsömdum sálmum hefir enginn höfunda sálmabók-
arinnar nýju lagt neitt líkt því eins mikið til eins og séra
Valdemar Briem, enda eru margir af sálmum hans skáldlegir
og fagrir. Hann hefir sérstaklega orkt fjölda sálma út úr guð-
spjallasögunum. Helmingrinn af þeim kafla bókarinnar, sem
hefir fyrirsögnina: „Jesú líf og kenning", er þannig eftir hann,
A að eins þessa ágætis-sálma eftir hann skal hér bent, þó fleiri
slíka megi finna: „það er svo oft í dauðans skuggadölum",
„þinn sonr lifir, sagði Jesús forðum", „þótt holdið liggi lágt“,
„Hvað stoðar þig allt heimsins góz og gœði“, „I fornöld á jörðu