Sameiningin - 01.11.1886, Blaðsíða 8
—136
var frækorni sáð“, „Nú árið er liðið í aldanna skaut“, „Eg horfi
yfir hafið“. Einstöku sálmar séra Yaldemars, einkum tœkifœr-
is-sálmar eru, að oss finnst, ekki sem viðfeldnastir. það er sums
staðar, þegar verið er að biðja til guðs, að bœnarefninu er of mikið
raðað niðr, svo að bœnin verðr nærri því vísindaleg og þar af leið-
anda fremr þurr og köld. Dœmi upp á þctta er skólasálmrinn :
„Til þín vér hefjum hjörtun nú“, enda þótt ýmislegt sé óneit- ■
anlega fagrt í þeim sálmi. Álþingissálminn, nr. 618, kunnum
ekki heldr við, enda eiga ljóð um það efni naumast við í sálma-
bók handa kirkjunni, og geta eftir eðli sínu ekki orðið kristi-
legir sálmar. Oheppileg meðferð á samlíkingum kemr fyrir hjá
séra Yaldemar í sálminum : „Eg veit það tré, sem algrœnt er“.
það er óeðlilegt að beita samlíkingum eins ogþar er gjört, livort
heldr er í rími eða óbundinni rœðu. Hann er fagr sálmrinn
nr. 11 : „þú drottinn, guð minn, alskyggn ert“, sem séra Y. B.
hefír orkt út af fyrra helmingi 139. sálms Davíðs, en hið stirða
upphaf 2. versins óprýðir hann: „Hvort sem eg geng, stend,
sit eða’ ligg“. En það væri ranglátt að leggja mikla áherzlu á
annað eins og þetta hjá séra V. B., þar sem hann annars hefir
lagt svo mikið og gott til í þessa sálmabók, eins og þegar er tek-
ið fram.—Næstr á eftir hinum tveim aðal-höfundum sálmabók-
arinnar kemr séra Stefán Thórarensen með 44 sálma, 12 frum-
samda og 32 þýdda, og er mikið í suma þeirra varið. Af þýddum
ágætum sálmum eftir hann, sem fyrst birtust í sálmabókinni frá
1871, nefnum vér : „Af innstu rót mín önd og sál sig gleðr“,
„Brátt líðr lífs á daginn" og „þér ástvinir, eyðið nú hörmum"
(Jam moesta), og : „Eg lifx’ og eg veit, hve löng er mín bið“, sem nú
kemr fyrst á íslenzku. Aftr á móti er upphafið á hinum þýdda
prestvígslusálmi, nr. 594, eitthvað þtinglamalegt og óviðfeldið.
það er svona:
„Andinn guðs lifanda’, af himnanna hæð
heimi’ er til blessunar kemr,
ljósið er hatað og lygin er skæð,
lymskan sín myrkraverk fremr“.
Svo heldr versið áfram með nýrri málsgrein þannig:
Æ, vertu því hjá oss nú { náð;
nóttin er voðaleg, hættan bráð“.
Frumsálmrinn er eftir Gruncltvig, hinn mesta anda dönsku
kirkjunnar á þessari öld, og byrjar þannig: „Du, som cjaar ud
fra den levende Gud“. Svo hátíðlegr og andheitr sem sálmr