Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1886, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.11.1886, Blaðsíða 11
139— Un<la. það er auðsætfc á þessari upptalning, að gömlu sálma- skáldin íslenzku, þau, sem mesfc var eftir í aldamótabókinni, eru að hverfa, að Hallgrími Pétrssyni einum undan skildum. Margt því, er áðr var í sálmabókum vorum eftir þessa menn, hlaut kka að hverfa. þó sýnist oss sumt hafi horfið áðr en ástœða Vflr til að það hyrfi. Á nokkra sálmsparta eftir Hallgrím Pétrs- Son, er áðr stóðu í bókinni, en sem nú hefir verið sleppfc ástœðu- laust, höfum vér þegar bent. Og nú skulum vér nefna nokkra Heiri sálma eldri bókarinnar, sem búasfc má við að saknað verði: »Sá frjáls við lögmál fœddr er“, „Eg í bœnum á þig mæni“, »Frelsari’ heimsins fœddr er“, „Kross á negldr meðal manna“ (e8a: „Dauðans þungu kraminn kvöl“, eins og sami sálmrinn kljóðaði í aldamótabókinni), „Grát auga, guðs son dó“, „Minnzfcu, 'i maðr, á minn deyð“, „Rauð runnin undir“, „Jesús upp reis, °ud mín fagna“, „Sælir eru þeir allir nú“, „Vil eg, minn guð, á valdið þifct“, „Nú má ei framar næsta blind“, „Treginn svíðr, tíuiinn bíðr eigi“, „Mín sála góð, hvað syrgir þú“, „Eg er breyzkr, misgjörð mér“, „Hví skal mér veiklast von ? “, „Á þér, herra, hef’ eg nú von“, „Hve góðgjarn ert þú, Kristr kær“, „Auðmjúk ná- kjegir öndin mín“, „Við þína náðarmáltíð mér“, „Ó, minn herra, kjálp’ rnér þá“, „Vetr er enn á enda“, „Upp dregsfc að augabrá“, »Míns guðs föðurleg mildi sparað“, „Náðugi guð, vér þökkum þér“. Vér vitum það fullvel, að sumir af sálmum þessum eru stór-gallaðir í rímlegu og mállegu tilliti, og eins hitt, að sumir þeirra eru ekkerfc sérlega andríkir. En þeir eru allir kristilegir í anda, og að minnsta kosti eins andríkir eins og sumir brœðr þeirra, sem haldið hefir verið, og jafnvel eins og sumir hinna uýju. Enda er það um hinn ytra búning sumra þeirra að segja, að hann er engan veginn lakari en ýmsra eldri sálmanna, sem standa í þessari nýju bók. Svo mátti þá líka klæða þá af sálm- um þessum, sem af útlendu bergi eru brotnir, í nýjan og betri búning, ef hinn íslenzki ln'mingr, er þeir hafa hingað til verið í, virtist ótœkr. Sálmrinn: „Eg í bœnum á þig mæni“, sem séra Oísli Thórarensen þýddi handa viðbœtinum seinna við aldamóta- bókina, er óneitanlega svo andheitr, að fáir eru slíkir. Og jóla- sálmrinn eftir sama höfund : „Frelsari heimsins fœddr er“ hefir einkennilega fegrð og einfeldni við sig, sem marga eldri og yngri sálma vantar. Sálmrinn þýddi effcir séra Jón þorláksson: „Kross a negldr meðal manna“ er svo ágæfcr að efni og svo göfugr að uppruna, að það er undarlegt af sálmabókarnefndinni að gefca

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.