Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1886, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.11.1886, Blaðsíða 4
—132 h e n n i stafar ? Af- því að ]>aö böl, sem leiðir af þessum eina lesti, er svo ógrlega mikið, margfalt meira heldr en af nokkrum öðrum einstökum lesti. Af því að drykkjuskaprinn eyðileggr manninn bæði andlega og líkamlega. Af því að þessi löstr hefir víða í al- mennings-álitinu fengið meiri hefðarhelgi heldr en nokkur ann- ar. Af því að þar sem drykkjukapr hefir verulega náð sér niðri, þar er eiginlega engum kristindómi unnt að koma við. Mannfélag, sem er gagnsýrt af drykkjuskap, er eins og hvis, fulit af eitruðu og banvænu lofti, sem svo eða svo margir sjúklingar liggja í. þó að maðr þekkti og hefði við höndina óyggjandi rneðul við því, sem að þeim gengr, þá myndi þau ekki neitt duga þeir hlyti að deyja, svo framarlega sem þeir væri látnir hahla á- fram að liggja í hinu drepanda andrúmslofti, svo framarlega sem hreinu lífslofti væri eklci hleypt inn til þeirra. þá fyrst, er þetta er gjört, er til nokkurs að við hafa nokkra lækning. Og bind- indisstarfsemin stefnir nú einmitt að því að hreinsa hið and- lega andrúmsloft manna, að því leyti sem það er eitrað af ólyfj- ani drykkjuskaparins, svo að þeir geti orðið móttœkilegir fyrir þau ineðul, er þeim geta í andlegu tilliti orðið til lækningar og lífs. það er að minnsta kosti þetta fyrst og fremst, sem k i r k j - a n hefir fyrir augum, þegar hún tekr að sér að vinna fyrir bindindi. En er bindindis-hugmyndin rétt frá kristilegu sjónarmiði ? Er rétt fyrir kirkjuna að gangast fyrir bindindi ? Getr kirkj- an heimtað meira af limum sínum með tilliti til nautnar áfengra drykkja heldr en það að þeir þar sem ella gæti vandlega hófs ? Al- gjört bindindi eða það að neita sér algjörlega uin nautn áfengra drykkja er engan veginn kristileg skylda hvar sem er og hvern- ig sem á stendr. Og það væri ekki rétt af kirkjunni að halda því fram, að menn sé í sama skilningi skyldugir að halda sér frá vínnautn eins og því að Ijúga, stela eða svíkja. þar sem vissa er fyrir því, að maðr geti neytt áfengra drylckja án þess að maðr sjálfr eða nokkur annar hafi illt af því, þar er rangt að segja, að maðr sé skyldr til að vera í bindindi. Jesús Kristr sjálfr var ekki í bindindi í þeim skiiningi, sem vér leggjum nxi í það orð. Og hann breytti vatni í vín í brúðkaupsveizlunni í Kana, eins og kunnugt er. Ef eins hættulaust er á þínum stöðvum, hver sem þú ert, eins og þá var, að vera ekki í bind- indi, þá hefir enginn maðr rétt til að koma fram í nafni krist- indómsins og segja: „þú ert skyldr til að vera bindindismaðr“.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.