Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1886, Blaðsíða 16

Sameiningin - 01.11.1886, Blaðsíða 16
144— 8. lexían er í 1. bréfi Jóhannesar : síðari hluti 1. kap. frá 6. v. og 6 vers fraraan af 2. kap. Langr tfmi er liöinn, J>á er þetta bréf er ritaö, frá þeim atburSi seinast í guö- spjalli Jóhannesar, sem frá er sagt í næstu lexíu á undan. Allir postularnir eru uú horfnir af sjónarsviði heimsins nema Jóhannes einn, og hann talar nú á öldungs- aldri til kristinna manna eins og barna sinna. Hann talar um guö sem ljós og guö sem kærleik, og sýnir, að þeir, sem lifi meS guöi sínum, hljóti þá lfka að ganga í ljósinu og vera hver öðrum sameinaðir i kærleikanum. Hann talar átak- anlega og hjartanlega á móli dauðu trúnni, sem (allt af er að reyna að verða of. an á meöal kristinna manna. Er ekki grátlegt að hugsa til þess, að þeir, sem segjast trúa á þann guð, sem er einbert ljós, heilagr, hreinn, réttlátr, sannorðr, trúr o. s. frv., skuli þó ganga í myrkrinu, skuli iðka verk myrkranna, skuli elska óhreinleik og óhreinlyndi, beita fláttskap, brögðum og lygi ? Er ekki ógrlegt að vita Jesúm Krist vera fyrir sig genginn í dauðann, játa þennan kærleik og trúa á hann, en hafa þó engan kærleik til þeirra, sem manni eru samferða á lífsins og dauðans leið? Ef vér fram göngum í Ijósinu, þá höfum vér samfélag innbyrö- is. Um hvað ber það þá vott, þegar einn kristinn maðr lítr á annan í sama söfn- uði, eða með sömu trú, sér algjörlega óviðkomandi, þegar hver treðr af öðrum skóinn, þegar óvild og heift, fláræði og fyrirgefningarleysi rfkir efst og neðst með- al fólks, er kallar sig kristið? |>að ber vissulega vott um að trúarjátningin kristna er þar ekki annað en svika-flagg, merki, sem á lofti er haldið til þess að telja mönn- um trú um að öllu sé óhætt, þó að menn standi f opnum dauðanum. Ef þú lif- ir með guði þínum, þá dregr þú þig ekki i skuggann, heldr heldr þér í Ijósinu, og þá sérðu synd þina, finnr til hennar; verðr auðmjúkr og mildr við aðra syndara. En ef þér ofbýðr annaöhvort þfn eigin synd eða einhvers annars eða jafnvel heims- ins yfir höfuð, þá er huggun og friðarefni til þess að hugsa : Vér höfum árnaðar- mann hjá fóöurnum, Jesúm Krist hinn réttláta Hann biðr fyrir mér og hann biðr fyrir þér; hann biðr fyrir þessum veiku, syndugu og stríðandi jarðarinnar börnum. Hann biðr þó ekki til einskis. „En þetta skrifa eg til þess þér syndgið ekki“, segir lærisveinninn með hið mikla kærleikshjarta. Ó, að hjarta vort væri eins og hans, þegar vér áminnum aðra um að syndga ekki ! ÆSí'Útgáfunefnd ,,Sam.“ skorar vinsamlega á þá af áskrifendum blaðsins, sem borgun fyrir það er ekki enn komin frá, að flýta nú borguninni sem mest. ÍS" Ef einhver kaupandi „Sam. “ í Winnipeg eða annars staðar, sem á að fá blað sitt beinlínis frá útgáfunefndinni, fær ekki blaö sitt, þá gjöri hann svo vel, að láta einhvern nefndarmanna vita það sem fyrst. En þeir, sem blöð sín eiga að fá frá einhverjum umboösmanni vorum í hinum fslenzku byggðarlögum nyrðra eða syðra, snúi sér í þessu efni til hans, sem svo lætr oss aftr brátt vita, ef eitthvaö er vansent eða missent, og verðr þá hið fyrsta úr því bœtt of oss. Gefið af ónefndum til „Sam. “ pr. Rev. W. A. P., Pittsburgh, $5.00, semvér hér með kvittum og þökkum kærlega fyrir. Útg. nefndin. “SAMEININGIN” kemr út mánaðarlega, 12 nr. á ári. Verð i Vestrheimi $1.00 árg. ; greiðist fyrirfram.—Skrifstofa blaðsins : 190 Jemima Str., Winnipeg, Manitoba, Canada.—Útgáfunefnd : Baldvin L. Baldvinsson, Jón Bjarnason (ritstj.) Friðjón Friðriksson, Páll S. Bardal (féhirðir), Magnús Pálsson. Prentað hjáMcíntyre Bros., Winnipeg, af Bergvin Jónssyni.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.