Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.02.1887, Side 4

Sameiningin - 01.02.1887, Side 4
—180— þá getr þaö ekki stafaö af neinu öðru en því, að liin kristilega trú, trúin á guðs opinberaða orð, trúin á kærleikans drottin eins og hann er opinberaðr í heilagri ritning vorri, heíir dvín- að í hjörtum manna. Menn hafa um leið og menn hafa verið að brjótast áfram til meira borgaralegs frelsis og meiri veraldlegrar upplýsingar misst sjónar á því, sem „eitt er nauðsynlegt“. I ritgjörð vorri í nr. 4. af „Sam.“ rrt af nútíðarupplýsing þjóðar rorrar höfum vér líka sýnt frarn á, að aldarfarsstraumr sá, er á íslandi ræðr nú í menntalegu tilliti, sé að bera þjóðina áfram í öfuga, eyðileggjandi átt. Yér sögðurn þar meðal annars, að menntunarstefna sú, sem nú er ríkust meðal Islendinga, þyrfti að breytast, ef hún ætti ekki að verða því, sem dýrmætast er, til ómetanlegs tjóns, eða jafnvel til dauða. Og dauðinn er kom- inn, ef mönnum er nú, eins og „Fjallkonan" bendir á, óðum að fara aftr í „hreinleik hugarfarsins, hreinskilni, orðheldni, sann- leiksást og sönnum drengskap“. Vér vitum ekki, hvað ritstjór- um hinna pólitisku blaða á íslandi sýnist um það, hvernig því verði varnað, að þjóðin sökkvi dýpra í þessu tilliti en enn er orðið, eða hvernig að því verði stutt, að hún fái lyft sér hærra í dyggðum og drengskap en nú er, svo að hún að minnsta kosti ekki standi þar neðar en áðr meðan upplýsingin var minni og ófrelsisfjötrarnir krepptu harðast að. En vér vitum ekkert annað ráð á að benda, með öruggri von um, að það verði mönn- um til viðreisnar í siðferðislegu tilliti, en þetta: að guðs orði kristindómsins verði kappsamlega haldið að almenningi, að allir eða sem flestir leiðtogar þjóðarinnar taki höndum og hjörtum sarnan í því að innrœta sjálfum sér og öðrum hreina, kærleiks- fulla, lifandi trú á þann, er guð faðir heíir sent í þennan synd- uga mánnheim einstaklingunum og þjóðunum til frelsis. Hin kristna trú hefir óneitanlega dofnað rneðal hinnar íslenzku þjóðar á síðasta mannsaldri. ])aö sést ineðal annars á því, hve miklu lakar opinberar guðsþjónustur eru nú sóktar á Islandi en áðr, og þó, ef til vill, enn þá meir á því, hve fjarskalega lítið er nú orðið urn nautn heilagrar kvöldmáltíðar í hinum íslenzku söfnuðum í samanburði við það, er áðr var. það er reyndar all-mikill munr á þessu í hinum ýmsu byggðarlögum Islands, en í heild sinni er hér greinileg hnignan frá því, er áðr var. Og eftirtekta- vert er það, að kirkjunni er minnst sinnt í þeim byggðum Is- lands, þar sem menn telja sig upplýstasta og þar sem hín ís- lenzka nútíðarupplýsing óneitanlega mest hefir náð sér niðri.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.