Sameiningin - 01.02.1887, Page 12
—188—
—Nefnd sú, er síðasti ársfundr kirkjufélags vors kaus til
þess að yíirskoSa grundvallarlög félagsins o. íi., samkvæmt því,
sem segir í ársfundargjörningnum prentaða, kom nýlega saman
í Winnipeg og vann þá talsvert að starfi því, er henni var fyrir
sett. það var seinustu dagana í Janúar og fyrstu dagana í
Febrúar. Nefndarmennirnir eru eiginlega 5 : séra Jón Bjarnason,
sóra Friðrik Bergmann, Friðjón Friðriksson, Magnús Pálsson
og Ólafr Ólafsson, og til vara Sigurðr Mýrdal. En hvorki Frið-
jón Friðriksson né varamaðrinn gátu mœtt á þessum nefndar-
fundi sökum forfalla. Nefndin ákvað, að koma sarnan aftr rétt
á undan ársfundinum í sumar komanda og undir búa þá verk
sitt betr undir fundinn en hún átti nú kost á.
Séra Friðrik Bergmann prédikaði í W7innipeg sunnudag-
inn 30. Jan. bæði að morgni og kvöldi, meðan hann dvaldi hér
nefndarfundarins vegna.
I upphafi 13. kap. 1. Mósesbókar (6. lexíu |>essa ársíjórðungs) stendr í hinni
íslenzku bibííu vorri : ,,J>annig fór Abram ur Egyptalandi,............... ,
suðr á við“. Hann er á leið til Kanaanslands í norðr, svo auðsætt er, að eitt-
hvað hlýtr að vera geggjað við jietta ,,suðr á við“ á jiessum stað, enda er það
skökk utlegging Jiess, er í frumtextanum hebreska stendr, i staðinn fyrir : ,,inn í
Suðrlandið“, en svo hét sá hluti Kanaanslands, sem næst lá Egyptalandi, auðvitað frá
sjónarmiði Jiess fólks, er í Kanaanslandi bjó. Eins á í 12, 9, (5. lexíu) að standa : ,,inn í
Suðrlandið“ í staðinn fyrir : ,,suðr eftir“, en þar veldr hin skakka útlegging þó engri
verulegri villu, því í þetta skifti var Abraham á suðrleið ,,inn í Suðrlandið“. Oss
gleymdist að geta þessa í síðasta nr. ,,Sam.“, þá er vér höfðum þessa lexíukafía
til íhugunar.
á^Skýrsla um 2. ársfund kirkjufélags vors, sem haldinn var á Garðar í Dakota
30. Júní til 2. Júlí' síðastl., er til sölu hjá öllum ársfundarfulltrúum víðsvegar um
söfnuði félagsins, svo og hjá útgáfunefnd ,,Sam. “ í Winnipeg, fyrir io cents.
Æ3T Um leið og einhver kaupandi blaðs þessa skiftir um bústað, Jágjöri hann svo vel,
að senda útgáfunefndinni línu um hina breyttu utanáskrift til hans, svo blað hans verði
sent þangað sem það á að fara.
ÆSTEf einhver kaupandi ,,Sam. “ í Winnipeg eða annars staðar, sem á að fá blað
sitt beinlínis frá útgáfunefndinni, fær ekki blað sitt, þá gjöri hann svo vel, að
láta einhvern nefndarmanna vita Jað sem fyrst. En þeir, sem blöð sín eiga að
fá frá einhverjum umboðsmanni vorum í hinum íslenzku byggðarlögum nyrðra
eða syðra, snúi sér í þessu efni til hans, sem svo lætr oss aftr brátt vita, ef
eitthvað er vansent eða missent, og verðr þá hið fyrsta úr því bœtt of oss.
“SAMEININGIN” kemr út mánaðarlega, 12 nr. á ári. Verð í Vestrheimi
$1.00 árg. ; greiðist fyrirfram.—Skrifstofa blaðsins : 190 Jemima Str., Winnipeg,
Manitoba, Canada.—Utgáfunefnd : Baldvin L. Baldvinsson, Jón Bjarnason (ritstj.)
Friðjón Friðriksson, Páll S. Bardal (féhirðir), Magnús Pálsson.
Prentað hjáMcIntyre Bros., Winnipeg, af Bergvin Jónssyni.