Sameiningin - 01.05.1887, Blaðsíða 6
—38-
um, ekki alveg í lúterskum anda, þar sem hin lúterska stefna
heíir frá upphafi verið, aS halda öllu því í kirkjunni, sem ekki
or á móti guðs orði, í stað þess, eins og haldið hefir verið frarn
í reformeruðu kirkjunni, að losa sig við allar kirkjulegar venj-
ur, sem ekki eru beinlínis fyrir skipaðar í guðs orði. Og að því
er þetta svo kallaða textafrelsi snertir, þá hefir flestuin kirkju-
mönnum lúterskum enn sem komið er þótt ísjárvert að inn leiða
]>að fullkomlega, því þeir hafa séð, að ef ekkert væri urn það á-
kveðið, livað úr guðs orði skyldi sérstaklega um hönd haft
við reglulegar helgidagaguðsþjónustur safnaðanna, þá myndi
kirkjuárshugmyndin brátt hverfa úr meðvitund almennings,
scm þeim lieíir virzt naumast gæti orðið kirkjulífinu til upp-
hyggingar, lieldr öllu fremr til hins gagnstœða. Kirkjuárshug-
'myndin er nú auðvitað erfðagóz frá kaþólskri tíð, en hún getr
verið góð og hentug fyrir því, og hún er vel löguð til þess að
halda stöðugt á lofti frammi fyrir kristnum almenningi megin-
atriðunum í æfisögu frelsarans, því í hátíðahring kirkjuársins
koma þau sífellt fram eitt eftir annað í réttri og eölilegri röð.
En þó að fæstir lúterskir kirkjumenn vilji sleppa þessari kirkju-
árshugmynd úr kirkju sinni og með fram af þeirri ástœðu ekki
telji ráðlegt að hætta við ákveðna texta fyrir hina einstöku
helgidaga, þá viðrkenna flestir brýna nauðsyn á að rýmka texta-
frclsið í kirkjunni til muna frá því, sem veriö hefir. Kaflarnir,
scm fyrir hvern einstakan helgidag hafa verið ætlaðir, eru
tveir, og er, eins og kunnugt er, annar þeirra, með mjög fáum
undantekningum, tekinn úr einhverju guðspjallanna („guðspjall-
ið“), en hinn úr bréfum postulanna („pistillinn"). Til að rýmka
textafrelsiö hafa þá sums staðar nýir kaflar úr biblíunni verið út
valdir og ákveðnir til að lesa upp og prédika út af á helgidaga-
samkomum safnaðanna jafnhliða hinum gömlu textum eða til
skiftis við þá. Og er all-langt síðan þetta komst á í hinni lút-
ersku ríkiskirkju í Svíþjóö. I Norvegi eru nú líka árið, sem
leið, af kirkjustjórninni þar tvær nýjar textaumferðir fyrir
kirkjuárshringinn fyrirskipaðar í viðbót við gömlu textana,
það er að segja : guðspjallatextana, því að allir þessir nývöldu
kaflar eru úr guðspjöllunum tcknir. Af því vonanda er, að
einhvern tíma vcrði liugsað um að leyfa annað úr guðs orði
upp lesið í kirkjum lslands heldr en hin gömlu „guðspjöll" og
„pistla", þá skýrurn vér hér frá, hverjir þessir guðspjallakaflar