Sameiningin - 01.05.1887, Blaðsíða 4
36—
lega sáluhjálparsannleik. Annars getr hann ekki talað af fullu
hjarta út af sínu kennsluefni. En samt skyldi enginn ætla að
kristilega hugsandi sunnudagsskúiakennari geti ekki í andlegu
tilliti grœtt á því, sem lærisveinarnir við hann segja út af krist-
indóminum. I sunnudagsskólanum myndast þannig andleg sam-
vinna milli kennanda og lærisveina, eins og líka milli lærisvein-
anna innhyrðis. ])að er þessi samvinna, sem ætti að eiga sér
stað milli fólks, ungs og fullorðins, í hverjum kristnum söfnuði,
til þess þar verði í sannleika nokkurt kristilegt safnaðarlíf. Og
vér Islendingar eigum ekki lcost á að koma slíkri andlegri sam-
vinnu milli manna í söfnuðum vorum á nema gegn um sunnu-
dagsskólann. það er því auðsætt, að sunnudagsskólar vorir
missa meira cn helminginn af þeirri þýðing, sem þeir ætti að
hafa og geta haft, ef œskulýðr vor hættir að ganga á þá eftir
ferminguna. Með fermingunni ætti ungmennin einmitt fyrir
fullt og fast að innritast á sunnudagsskóla síns safnaðar, til
þess þá er tímar líða fram að almenningr hvers safnaðar gangi
á sunnudagsskóla, fullorðnir og gamlir með börnum og ung-
lingum. það er auðvitað, að því lengr sem einstakir menn ganga
á sunnudagsskóla, því þroskaðri sem þeir verða í andlegu tilliti
og því meir sem þeir fjarlægjast barnsaldrinn og unglingsskeið
æfinnar, því meir nálægist kennslan á skólanum það að verða
reglulegt samtal. Kennendr setja ekki fullorðnu fólki fyrir
lexíur til að „læra“, eins og börn væri, heldr velja þeir ásamt
með lærisveinunum, eða öllu heldr samverkamönnunum, efni til
samtals út af og sameiginlegrar íhugunar einn sunnudag eftir
annan. Með þessu móti kemst hin andlega samvinna manna á
milli, sem er alveg nauðsynleg fyrir kristindómslífið, inn í söfn-
uðinn. Og þetta þarf að verða hjá oss.
Svo vinni menn þá að því að þetta geti smásaman orðið
hvervetna í söfnuðum vorum. Ungmenni liætti í öllum bcenum
ekki, né heldr sé af foreldrum sínum eða öðrum fullorðnum
vandamönnum látin hætta, að ganga á sunnudagsskóla vora,
þar sem þeir eru nokkrir til, þegar eftir að fermingunni er lok-
ið. Menn eiga að læra að verða lifandi safnaðarlimir í sunnu-
dagsskólanum. Menn gjöri sunnudagsskóla safnaðanna svo, að
það verði augsýnilegt öllum að komanda lýð frá Islandi, að það
er ómetanlegr hagr að geta sent börn sín og unglinga þangað
sunnudag eftir sunnudag, að þau geta fengið þar þá festu fyrir