Sameiningin - 01.05.1887, Blaðsíða 12
—44—
fleirum slíkum börnum Kínverja aö lesa á sama hátt. Loks var
biblían prentuð með hinu nýja letri upphleyptu á kínversku,
og er nú svo komið, að alltítt er nú að sjá blinda menn vera
að lesa biblíuna á gatnamótum í Peking, og kvað innlendum
Kínverjum finnast mikið til um þetta, sem skiljanlegt er.
—Ditlev Gothard MONRAD, biskup í Danmörk er látinn.
Hann andaðist 28. Marz.
þar missti Danmörk einhvern sinn mesta og bezta mann.
Hann var fœddr árið 1811. Á námsárum sínum átti hann við
mikla íatœkt að berjast. Guðfrœðispróf tók hann 1836, en
stundaði austrlandatungur um tíma eftir það með ákefð. Svo
ferðaðist hann með opinberum styrk til útlanda í vísindalegum
erindum. En er hann var kominn heim aftr tók hann með
miklum gáfum og dugnaði að rita um stjórnmál, og lcomst þá
brátt í ónáð bjá stjórninni. Aftr fór hann til útlanda og rit-
aði um skólamál og endrbœtr í búnaði. 1846 varð hann fyrst
prestr. það var á Lálandi. En í þeirri stöðu var hann ekki
lenvi. I Marzmánuði 1848 varð undirbúningrinn til hinnar
miklu stjórnarbreytingar í Danmörk; einveldið hætti og þing-
bundin stjórn koin í staðinn. þá komst Monrad inn í ráða-
neyti konungs og var hann aðalhöfundr grundvallarlaganna
dönsku, er þá voru út gefin. Ári síðar varð hann biskup yfir
Lálandi og Falstri. Svo komst hann inn í þingið og var endr-
kosinn hvað eftir annað. Stjórnin hafði nú horn í síðu hans fyr-
ir frjálslyndi hans, og 1854 var honum vikið úr embætti. 1860
komst hann inn í ráðaneytið á ný, og við árslok 1863, þá er
dansk-þýzki ófriðrinn var að byrja, tók hann að sér forustu
ráðancytisins; en það varð honum til mœðu, því Danir höfðu
að eins tjón og harma upp úr þeim ófriði. I Júlímánuði 1864
fór hann frá stjórninni, og svo leitaði hin nýja stjórn tafarlaust
friðar. Monrad fékk nú næði til vísindalegra starfa fyrir
kirkjuna, en undi þó ekki lengr en þangað til í Desember 1865
heima í Danmörk. <)g hvert flúði hann ? Sem lengst í burtu ;
til Nýja Sælands, hinu megin á hveli jarðarinnar. þar dvaldi
hann með fjölskyldu sinni þangað til vorið 1869, og gjörðist þá
prestr í Bröndby á Sjálandi. Árið 1871 var hann í annað sinn
gjörðr biskup yfir Láiandi og Falstri og hélt hann því embætti
úr því. Af stjórnmálum skifti hann sér stöðugt, þó að hann
væri fyrir utan stjórnina allan þennan síðasta hluta æfi sinnar.