Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.12.1887, Page 2

Sameiningin - 01.12.1887, Page 2
—146 mælikvarða að meta, ákaflega mikið verið gjört af einstökum Islendingum til þess að út breiða meðal þjóðarinnar sönglega þekking. þar sem áðr^?var ekki til einn einasti íslenzkr rit- lingr til leiðarvísis í þessari inndælu íþrótt, þá er nú til heilt dálítið bókasafn á íslenzku mönnum til froeðslu og menntunar í söng. Og að því er sérstaklega sálmasönginn snertir, þá eru til tvær íleirraddaðar kóral- eða kirkjusöngsbœkr, sem furðu-mikla út- breiðslu hafa fengið, fyrir utan hina einrödduðu sálmasöngsbók Pétrs Guðjónssonar. sem löngu áðr kom út (1861) og sem bók- lega lagði grundvöll að réttum eða íþróttarlegum íslenzkum kirkjusöng. Og þar sem reglulegri 'sö’ngkennslu hefir verið haldið uppi í aðalmenntastofnan Islands, hinum svo kallaða „lærða“ skóla, síðan um miðbik þessarar aldar, þá er auðvitað, hvort ekki muni ólíku saman að jafna: söngþekkingunni meðal íslendinga eins og hún var og eins og hún er nú orðin. Orgön hafa verið lögð til all-mörgum kirkjum á íslandi í seinni tíð til stuðnings kirkjusöngnum, sem engin voru áðr; og þar með hefir sums staðar fylgt reglulegr margraddaðr kórsöngr. þetta er nii allt saman kunnugt og í sjálfu sér gott. það er gott, að þeir eru nú orðnir svo tiltölulega margir af þjóð vorri, sem hafa vit á sönglegri íþrótt, í samanburði við það, er áðr var. það er gott, að fólk vort vill nú almennt, að vcl sé sungið, og hefir af því yndi. það er gott, að löngunin til að læra að syngja rétt er allt af að út breiðast til fleiri og fleiri meðal œskulýðs vors. Og það er gott, að það er nú orðiö svo marg- falt auðveldara fyrir Islendinga en fyr um að afla sér sönglegr- ar þekkingar. En hinn kirkjulegi sálmasöngr á að vera að eins til hins eina: að glœða og styrkja kristilegt trúarlíf, eins og hann líka á að vera eingöngu sprottinn af kristilegri trú- artilfinning. þessu má aldrei gleyma, en það er þó einmitt það, sem fjölda-margir þeirra, er fengið hafa talsverða sönglega þekk- ing, virðast alveg hafa gleymt. Eða, ef þeir ekki hafa gleymt því, þá liggja þeir í annarri villu, sem er engu minni en hin; þeir hugsa, að ef söngrinn veitir þeim skemmtandi nautn, þá sé sú nautn kristileg trúartilfinning. það mun ákaflega örðugt að tala um þetta efni svo, að maðr verði ekki misskilinn. En það, sem vér nú viljum nefna, skilja allir. Vér höfum heyit sann- fróða menn segja, að í Kaupmannahöfn sé það altítt, að inenn gangi í kirkju að eins til þess að heyra sönginn og fari því

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.